Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

Færslur: 2014 Febrúar

04.02.2014 22:02

Innanhúsmót og æfingabúðir

Sælir félagar.

Innanhúsmót U.S.V.S. - 

Við minnum á Innanhúsmót U.S.V.S. í frjálsum íþróttum sem verður haldið á Klaustri sunnudaginn 23. febrúar n.k. Einnig er fyrirhugað að hafa sundmót á sama tíma. Mótið hefst stundvíslega kl. 10:00. 
Upplýsingar um viðburði U.S.V.S. ásamt lögum og reglugerðum má finna á heimasíðu félagsins, www.usvs.is


Æfingabúðir -

Boðið verður upp á æfingabúðir í frjálsum íþróttum og sundi á Klaustri dagana 14. og 15. febrúar n.k. fyrir nemendur 5. - 10. bekkjar í Kirkjubæjarskóla og Víkurskóla. Teknar verða fyrir þær greinar sem keppt er í á Innanhúsmótinu 23. febrúar. Hægt verður að gista í svefnpokaplássi og þeir sem gista þurfa að hafa með sér eitthvað nesti. Nánari upplýsingar gefa Sigmar Helgason í síma 8466004 og Jóhann Gunnar Böðvarsson í síma 8670655.

Með íþróttakveðju,

Stjórn Umf. Ármanns


  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 131810
Samtals gestir: 25634
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 18:38:11

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar