Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

14.01.2019 11:42

Krakkablak og fótbolti

Til foreldra barna og unglinga Skaftárhreppi

Íþróttaæfingar Ungmennafélagsins Ámanns eru að hefjast eftir jólafrí.

Í boði verður KRAKKABLAK og FÓTBOLTI.
Krakkablak verður áfram á mánudögum, 1. - 4. bekkir á gæslutíma kl. 14:40 - 15:20 og 5. - 10. bekkir kl. 15:30 - 16:30. Fanney Ólöf Lárusdóttir þjálfar.

Fótboltaæfingar verða í boði og mun Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson sjá um þjálfun. Sigurður mun vera með æfingar þegar hann á frí frá sinni aðalvinnu. Þar af leiðandi verða æfingarnar ekki endilega alltaf á sumu vikudögum en þjálfarinn mun koma upplýsingum um það til foreldra.

Æfingadagar í janúar eru eftirfarandi:

Þriðjudagur 15. janúar - Yngri kl. 14:40-15:20, eldri kl. 15:30-16:30

Föstudagur 18. janúar - Yngri kl. 16:30-17:10, eldri kl. 17:15-18:45

Laugardagur 19. janúar - Eldri kl. 10:00-11:00, yngri kl. 11:10-12:00

Sunnudagur 27. janúar - Yngri kl. 10:00-10:50, eldri kl. 11:00-12:10

Miðvikudagur 30. janúar - Yngri kl. 14:40-15:20, eldri kl. 15:30-16:30
Æfingagjöld er kr. 9.000 fyrir vorönnina.

Markmiðið með íþróttaæfingunum er að veita áhugasömum börnum og unglingum í Skaftárhreppi tækifæri til að stunda íþróttir og lögð er áhersla á að allir geti stundað íþróttir, bæði byrjendur og lengra komnir.

Félagsleg markmið er að skapa létt og skemmtilegt starfsumhverfi. Iðkendur fái góða og holla hreyfingu og hafi áhuga og ánægju á æfingunum. Íþróttaleg markmið eru að börnin fái alhliða hreyfingu og þjálfun sem þau hafa gaman af og eykur líkamsvitund, hreyfiþroska, samhæfingu, styrk og jafnvægi.

Mikilvægt er að foreldrar hvetji börnin sín til að stunda íþróttir og að mæta vel á æfingar, leggi sig fram og vera jákvæð. Einnig mikilvægt að börnin mæti í íþróttafötum og -skóm á æfingar. Á vordögum mun félagið veita þeim iðkanda viðurkenningu sem hefur besta mætingu og ástundun á æfingum.

Öll börn og unglingar í Skaftárhreppi eru velkomin á íþróttaæfingar Umf. Ármanns.

Með von um gott íþróttastarf í vetur,
stjórn og þjálfarar Umf. Ármanns

20.11.2018 15:43

Sameiginleg fótboltaæfing laugard. 24. nóv.

Sælir kæru foreldrar.

Næsta laugardag, 24. nóvember, verður seinni sameiginlega fótboltaæfing 5. - 10. bekkjar Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps. Æfingin hefst kl. 10 og er 1,5 klst. og er haldin í íþróttahúsinu Vík.

Þjálfari er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.

Það er nauðsynlegt að skrá krakkana á æfinguna því Mýrdælingar ætla að bjóða þeim í pizzupartí eftir æfingu.

Vinsamlegast sendið skráningar á netfangið fanneyolof@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 22. nóv.

Með von um góða þátttöku.


Bestu kveðjur, Fanney Ólöf

20.11.2018 09:00

Fótboltaæfingar

Sæl öll.

Í dag hefjast fótboltaæfingar og verða þær á þriðjudögum fram að jólafríi. Okkur barst góð aðstoð úr óvæntri átt en Baldur Fannar Andrésson, ferðaþjónustubóndi að Dalshöfða, ætlar að taka að sér fótboltaþjálfun á þessum æfingum. Baldur byrjaði að æfa fótbolta 6 ára með Haukum í Hafnarfirði og æfði og spilaði stanslaust með þeim í 10 ár. Hann tók sér hlé frá fótboltanum í 4 ár og byrjaði aftur tvítugur að spila í 3. deild og spilaði þar í 6 ár. Stefnan er að einblína á að hafa fótboltaæfingarnar skemmtilegar, æfa sendingar og skot og að taka á móti boltanum og spila vel á milli. Það verða ekki þrek- eða hlaupaæfingar. Æfingarnar eru settar upp þannig að í byrjun er farið í léttar æfingar og svo verður spilað.

Enn er hægt að skrá krakkana á fótboltaæfingarnar, endilega hafið bara samband

kv, Linda Agnars

31.10.2018 15:36

Innanhúsmót í knattspyrnu

Innanhúsmót í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 10. nóvember n.k. í Íþróttamiðstöðinni í Vík.
Mótið hefst kl. 10:00.
Ungmennafélögin á svæðinu sjá um liðsskipan.
Keppt verður í þremur flokkum:

a) Fullorðinsflokkur
b) Flokkur 11 - 16 ára (bæði kyn spila saman)
c) Flokkur 10 ára og yngri ( bæði kyn spila saman)

Spilað verður í hraðmótastíl. Það þýðir að hver flokkur verður kláraður áður en byrjað verður á næsta.

Liðaskráningar skal senda á usvs@usvs.is í síðasta lagi fimmtudaginn 8. nóvember n.k.


Stjórn USVS

08.10.2018 15:08

Æfingar í næstu viku

Minnum á að í næstu viku hefjast frjálsíþróttaæfingar fyrir 1. - 10. bekk á þriðjudag og sundæfingar fyrir 2. - 4. bekk á miðvikudag. Foreldrar nemenda KBS fengu tölvupóst fyrir helgi varðandi þetta.

Kv, Linda Agnars og Kasia

26.08.2018 22:22

Ótitlað

Íþróttaæfingar Ungmennafélagsins Ámanns munu hefjast í næstu viku. 

Krakkablak verður á mánudögum, 1. - 4. bekkur kl. 14:40 - 15:20 og 5. - 10. bekkur kl.15:30 - 16:30.
 Sund, frjálsar íþróttir og fótbolti verður á þriðjudögum kl. 15:30 - 16:30 fyrir 5. - 10. bekk og á miðvikudögum kl. 15:30 - 16:10 fyrir 1. - 4. bekk. Athugið að sundæfingar eru ekki hugsaðar fyrir 1. - 4. bekk þar sem þeir nemendur sem á þurfa að halda í þeim bekkjum  fá aukasundtíma á skólatíma. Katarzyna Korolczuk þjálfar.

 Sund verður í 5 vikur (vikur 36 - 40) 
 Frjálsar íþróttir 6 vikur (vikur 41 - 46)
 Fótbolti í 5 vikur (vikur 47 - 51)
 Ný dagskrá verður sett upp eftir áramót.

Verð er kr. 20.000 fyrir æfingu tvisvar í viku fram að jólum (hjá Kasiu og Fanney Ólöfu).
Verð er kr. 15.000 fyrir æfingu einu sinni í viku fram að jólum (hjá Kasiu eða Fanney Ólöfu)
Verð er kr. 10.000 fyrir 5 eða 6 vikna æfingu fram að jólum (sund, frjálsar eða fótbolti)

MARKMIÐ ÍÞRÓTTASTARFS UMF. ÁRMANNS

Umf. Ármann hefur það að leiðarljósi að skapa börnum og unglingum í Skaftárhreppi góðan vettvang til að æfa og stunda íþróttir og leikjastarf og stuðla þannig að góðri heilsu og líðan þeirra ásamt heilbrigðara samfélagi. Markmiðið með íþróttaæfingunum er að veita áhugasömum börnum og unglingum í Skaftárhreppi tækifæri til að stunda íþróttir og lögð er áhersla á að allir geti stundað íþróttir, bæði byrjendur og lengra komnir. 

Félagsleg markmið er að skapa létt og skemmtilegt starfsumhverfi. Iðkendur fái góða og holla hreyfingu og hafi áhuga og ánægju á æfingunum. Markmiðið er að leggja áherslu á jákvæða uppbyggingu þar sem iðkendur upplifa sig sem hluta af félagslegri heild. 

Íþróttaleg markmið eru að börnin fái alhliða hreyfingu og þjálfun sem þau hafa gaman af og eykur líkamsvitund, hreyfiþroska, samhæfingu, styrk og jafnvægi. Allir iðkendur fái tækifæri til að upplifa sig á jákvæðan hátt, öðlast sjálfstraust og temja sér sjálfsaga og hollar lífsvenjur.

Mikilvægt er að foreldrar hvetji börnin sín til að stunda íþróttir og að mæta vel á æfingar og leggi sig fram. Einnig mikilvægt að börnin mæti í íþróttafötum og -skóm á æfingarnar. Á vordögum mun félagið veita þeim iðkanda viðurkenningu sem hefur besta mætingu og ástundun á æfingar.

Öll börn og unglingar í Skaftárhreppi eru velkomin á íþróttaæfingar Umf. Ármanns.

Á DÖFINNI Í HAUST UTAN ÆFINGA:
 Krakkahittingur á föstudegi eftir skóla. Samverustund með leikjum sem endar á að borða saman. Nánar auglýst síðar.
 Haldið verður lítið úrtökumót í frjálsum íþróttum hjá Ármanni sem er sigurvegurum í keppnisgreinum mun bjóðast að fara á SILFURLEIKA ÍR í frjálsum íþróttum þann 17. nóvember nk. að keppa.
 Verið er að skoða að fara á krakkablaksmót. Dagsetningar liggja ekki fyrir en verður auglýst nánar síðar.
 Kaupa íþróttaföt (stuttbuxur, bol og æfingagalla) fyrir börnin og unglingana og er óskað eftir liðstyrk foreldra í að safna styrktaraðilum til að fjárfesta í íþróttafötunum.

Með von um gott íþróttastarf í vetur,

Kasia, Linda og Fanney Ólöf

14.07.2018 02:52

Unglingalandsmót 2. - 5. ágúst

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um Verslunarmannahelgina, 2. - 5. ágúst n.k. 
USVS greiðir þátttökugjald sinna félagsmanna á mótinu og keppendur fá gefins USVS peysu. 

Allar upplýsingar um mótið, skráningar o.fl. má finna á vefslóðinni:
https://www.umfi.is

25.06.2018 16:48

Fyrsta æfing

ATHUGIÐ að vegna leiks Íslands og Króatíu á morgun þriðjud. kl. 18:00 þurfa allir krakkar, yngri og eldri, sem ætla að skrá sig á æfingar í sumar að mæta kl. 15:30 í Íþróttamiðstöðina. Skráningu og sameiginlegri æfingu lýkur svo á sama stað kl. 17:00.

25.06.2018 15:10

Íþróttaæfingar og íþróttaskóli

Ungmennafélagið Ármann auglýsir.

Íþróttaæfingar 6 - 10 ára barna og 11 ára og eldri
Umf. Ármann auglýsir íþróttaæfingar í sumar. Fyrsta æfing er á þriðjudaginn 26. júní. Mæting við ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINA og er skráning á staðnum.
Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum:
 Yngri hópur kl. 18:30 - 19:30 (6 - 10 ára)
 Eldri hópur kl. 19:35 - 21:05 ( 11 ára og eldri)
Aðalumsjón með æfingunum hefur Katarzyna Korolczuk (Kasia íþróttakennari) og einnig munu Gunnar Pétur, Fanney Ólöf, Unnar og Linda Agnars hafa umsjón með nokkrum æfingum.
Einnig er boðið upp á æfingar fjórar helgar í sumar og verður Katla Björg Ómarsdóttir þjálfari á þeim en Katla Björg er að nema íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Æfingarnar eru helgarnar:
? 30. júní - 1. júlí 14. júlí - 15. júlí 21. júlí - 22. júlí 28. júlí - 29. júlí
Laugardagsæfingar: Yngri hópur kl. 16:00 - 17:00 og eldri hópur kl. 17:05 - 18:35.
Sunnudagsæfingar: Yngri hópur kl. 13:00 - 14:00 og eldri hópur kl. 14:05-15:35.
Þátttökugjald fyrir æfingar sumarsins er kr. 15.000 og systkinaafsláttur er kr. 5.000.
Æfingarnar verða með fjölbreyttu sniði, svo sem leikir, frjálsar íþróttir og boltaíþróttir.
---------------------------------------------------------------------------
Íþróttaskóli 2 - 5 ára barna
Umf. Ármann býður upp á íþróttaskóla í sumar fyrir börn 2 - 5 ára. Þetta eru fjögur skipti á sunnudagsmorgnum: 1. júlí 15. júlí 22. júlí 29. júlí
Börn 2 - 5 ára (fædd 2013 til 2016) eru frá kl. 11:00 - 12:00
Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera. Í íþróttaskólanum fá börnin að reyna sig við ólíkar aðstæður þar sem þörf er á að hoppa, skríða, rúlla og velta sér, hlaupa um og klifra.
Skilyrði og mjög mikilvægt er að foreldrar taki þátt í tímunum með börnunum sínum og aðstoði þau eftir þörfum.
Mælt er með því að börnin mæti berfætt svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu en ef einhverjir vilja frekar vera í sokkum að þá er mælt því að það séu sokkar með gripi (stjörnum undir).
Námsskeiðsverð er kr. 5.000
Kennarar í íþróttaskóla Umf. Ármanns er Katla Björg Ómarsdóttir íþróttafræðinemi og Fanney Ólöf.
Skráning á staðnum 1. júlí og frekari upplýsingar veitir Fanney Ólöf í síma 894 1560.

Allir velkomnir á æfingar og í íþróttaskóla Ungmennafélagsins Ármanns

Hittumst og höfum gaman,

Stjórnin

24.05.2018 22:42

Hreyfivika UMFÍ í Skaftárhreppi

Hreyfivika UMFÍ í Skaftárhreppi -

 28. maí til 3. júní

Eitthvað fyrir alla og allir með J

 

·         Sundkeppni sveitarfélaga, mánud. 28.maí til sunnud. 3. júní. Þú mætir í sundlaugina á Klaustri og skráir hjá sundvörðum nafn og hversu marga metra þú syntir. Í fyrra lenti Skaftárhreppur í 3. sæti með 133 synta metra á hvern íbúa og í ár ætlum við okkur á toppinn.

 

·         Hlaupakeppni , þriðjud. 29. maí. Síðasta hlaup af fjórum, lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni á Klaustri kl. 17:30. Þeir sem hlaupið hafa í hin þrjú skiptin hafa safnað punktum og eru verðlaun veitt fyrir flesta punkta í lok þessa síðasta hlaups. Allir í hlaupaskóna og taka þátt.

 

·         Kvöldganga, miðvikud. 30. maí. Mæting kl. 20:00 við Systrafoss og Ástarbrautin gengin í kvöldsólinni (vonandi), ca. 4 km. Allir velkomnir.

 

·         Badminton, fimmtud. 31. maí. Allir velkomnir í badminton í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri kl. 17:30 - 18:30. Spaðar og flugur á staðnum, ekkert gjald.

 

·         Krakka-hafnarbolti, föstud. 1. júní. Til að fagna því að júní sé loks kominn er krökkum á Klaustri og í nærsveitum boðið að koma saman í hafnarboltaleik á Klaustri. Mæting kl. 14:00 að Skerjavöllum 7 og fjörinu lýkur kl. 16:00 á sama stað. Ís í boði fyrir spilara að leik loknum.

 

·         Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ, laugard. 2. júní. Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Klaustri. Hlaupið hefst kl. 11:00 og er hægt að velja um 3, 5, 7 og 10 km vegalengdir. Frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu auk verðlaunapenings, svaladrykks og glaðnings. Hvetjum hressar konur á öllum aldri til að reima á sig hlaupaskóna og vera með.

 

·         Gönguferð, sunnud. 3. júní. Ferðafélag Skaftárhrepps verður með gönguferð frá Mörtungu 1 (neðri bænum) inn í Grjóthól og upp á heiði, fram á Skágötukletta. Þaðan er gengið með brúninni í vestur og niður að Höfðahúsum og þaðan tilbaka. Gangan er um 10 km og tekur ca. 2,5 - 3,5 klst. Lagt er af stað frá neðri bænum kl. 09:30 og fararstjóri er Jóna Björk Jónsdóttir. Ekkert kostar í ferðina en nauðsynlegt er að hafa góða skapið meðferðis J

24.05.2018 20:32

Auglýsum eftir þjálfurum/ Athletic trainers wanted / reklamy trenerów

Ungmennafélagið Ármann auglýsir eftir þjálfara/þjálfurum til að sjá um íþróttaþjálfun sumarið 2018 á Klaustri. Æfingarnar eru fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára og hafa síðustu ár verið fótbolti og frjálsar en aðrar íþróttagreinar koma einnig til greina. 
Umsóknir sendist á netfangið linda@klaustur.is fyrir 1. júní n.k. og innihaldi fullt nafn, kennitölu, símanúmer, netfang, menntun og reynslu af fyrri þjálfara/æfingastörfum.
Allar upplýsingar gefur Linda Agnars í síma 6904711 eða í gegnum netfangið linda@klaustur.is

Stjórnin

___

Ungmennafélagið Ármann, athletic club, is looking for an athletic trainer for 6 to 16-year old children in the summer of 2018. The job includes supervision and training football as well as track and field, however, including other sports is an option.
All applications should be sent via e-mail to linda@klaustur.is by June 1st, 2018. Please include your name, i.d. number, contact address, contact number, education and work experience in your application.
For further information, please contact Linda Agnars, tel. 6904711, e-mail. linda@klaustur.is

The UMFÁ board

__

Stowarzyszenie mlodziezy Ármann, klub sportowy, poszukuje trenera dla dzieci w wieku od 6 to 16 lat na okres wakacyjny 2018. Obowiazki obejmuja prowadzenie i trenowanie pilki noznej na boisku sportowym oraz na biezni, z mozliwoscia wprowadzenia innych dyscyplin sportowych.
Wnioski prosze wysylac na e-mail linda@klaustur.is do czerwiec 1 2018. Prosimy o podanie swojego imienia i nazwiska, numeru kennitala, adresu korespondencyjnego, numeru telefonu, wyksztalcenia i doswiadczenia zawodowego.
Po szersze informacje prosimy o kontakt z Linda Agnars, tel. 6904711, e-mail. linda@klaustur.is.

Zarzad UMFÁ


23.05.2018 17:35

Ert þú með hugmynd?

Í næstu viku, 28.5 - 3.6, er Hreyfivika UMFÍ. Við leitum því að hugmyndum um skemmtilega viðburði og/eða hugmyndir sem tengjast hreyfingu og heilsu  Hægt er að senda ábendingar í Facebook skilaboðum til undirritaðrar eða á netfangið linda@klaustur.is. Auglýsing/dagskrá verður send út fyrir helgi ??

Linda Agnars

23.05.2018 14:50

Ný stjórn

Ný stjórn Umf. Ármanns:

Linda Agnarsdóttir, formaður
Fanney Ólöf Lárusdóttir, gjaldkeri
Unnar Steinn Jónsson, ritari
Sigurjón Fannar Ragnarsson, meðstjórnandi
Díana Ósk Pétursdóttir, meðstjórnandi
Sverrir Gíslason, varamaður
Bjarni Bjarnason, varamaður

16.04.2018 12:03

Kjörísmót

Umf. Ármann var með lið á Kjörísmóti í blaki á Selfossi þann 14. apríl s.l.


14.03.2018 20:54

Boltagjöf

Sælir félagar.

Í tilefni af Heilsudögum í Skaftárhreppi gaf Umf. Ármann blakbolta og brennóbolta til Íþróttamiðstöðvarinnar á Klaustri sem nýtast munu krökkunum í Kirkjubæjarskóla og blakdeild félagsins. 
Á myndinni tekur Fanney Ólöf Lárusdóttir blakþjálfari við boltagjöfinni frá formanni Umf. Ármanns, Lindu Agnarsdóttur.

Við í stjórn Umf. Ármanns viljum hvetja íbúa Skaftárhrepps til að nýta sér það sem í boði er á Heilsudögunum og hafa gaman af því að hreyfa okkur saman. Bæklingur var sendur á öll heimili og einnig er hægt að nálgast upplýsingar á Facebooksíðu Heilsudaganna: https://www.facebook.com/HeilsudagaraKlaustri/Stjórnin


Flettingar í dag: 204
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 217
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 179868
Samtals gestir: 33466
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 20:43:33

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar