Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

Færslur: 2011 September

20.09.2011 21:32

Áttu gamlar myndir ??

Heil og sæl :)

Nú þegar haustið er komið og veturinn nálgast langar okkur ekki alltaf að vera úti, vegna kulda eða þá að letin taki öll völd. Þá er um að gera að halda sig innandyra, gramsa og leita að  gömlum myndum sem ekki hafa verið skoðaðar í langan tíma. Og þá kannksi munuð þið gott fólk rekast á gamlar ungmennafélags myndir. Sem sagt það sem ég er að fiska eftir er það hvort fólk sé ekki tilbúið að skanna inn gamlar myndir og senda okkur í stjórn UMF Ármanns svo við getum sett þær hér á heimasíðuna. Því hún er jú til þess að fólk geti fylgst með, hvað sé að gerast og einnig vonandi með þessu framtaki, rifjað upp gamlar minningar í leiðinni :) Ef fólk kærir sig um að senda okkur myndir
þá má senda þessar myndir á póstfang félagsins eða bara beint til þess er ritar þessa rullu á póstfangið gunni_pje@hotmail.com. 

Vonast eftir að fólk sjái sér fært um að gefa sér tíma til þess að skoða og senda okkur myndir.

Fyrir hönd stjórnar UMF Ármanns

Gunnar Pétur
  • 1
Flettingar í dag: 204
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 217
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 179868
Samtals gestir: 33466
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 20:43:33

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar