Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2022 Mars

11.03.2022 21:10

Almenn hreyfing 60+

GÖNGUTÚR eða BOCCIA fyrir 60+ á morgun laugardaginn 12. mars kl. 10:30-11:30.

Ef leiðindaveður þá er BOCCIA og þá að mæta í inniíþróttaskóm. Ef gott veður þá göngutúr. Þjálfari er Sigmar Helgason ??

UMFÁ vill hvetja sem flesta 60+ að mæta og taka þátt. Þessir tímar eru í boði Ungmennafélaganna og Skaftárhrepps.

Við viljum sjá miklu fleiri mæta þannig að það er um að gera fyrir 60+ að drífi sig upp úr sófanum og fari að mæta ??

Höfum gaman saman wink

Hreyfikveðja frá Ungmennafélaginu Ármanni, Skafta og Skaftárhreppi ????????????????????????????????????????

05.03.2022 08:32

Að loknum aðalfundi UMFÁ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Ármanns var haldinn föstudaginn 4. mars.

 Á dagskránni var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga sem voru samþykktir. Sitjandi stjórn gaf öll kost á sér áfram og var það samþykkt með lófataki. Fanney Ólöf Lárusdóttir formaður, Svava Margrét Sigmarsdóttir ritari, Kristín Lárusdóttir gjaldkeri, Gunnar Erlendsson og Bjarni Dagur Bjarnason meðstjórnendur. Bjarni Bjarnason varamaður í stjórn. Skoðanamenn voru endurkjörnir, Sigmar Helgason og Sverrir Gíslason.

Góðar umræður voru um starfsemi félagsins. Töluvert var rætt um hvernig við gætum fengið iðkendur 60+ til að mæta á þær æfingar sem verið er að bjóða upp á fyrir þennan aldurshóp. Rætt var um sumaræfingar fyrir börn og unglinga. Sigurður Eyjólfur kynnti m.a. LEIKJANÁMSKEIÐ sem verður haldið í sumar fyrir yngri börnin okkar. 

Hlökkum til að takast á við nýtt starfsár Ungmennafélagsins Ármanns

Íþróttakveðja,

Fanney Ólöf formaður

 
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar