Aðalfundur Ungmennafélagsins Ármanns var haldinn föstudaginn 4. mars.
Á dagskránni var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga sem voru samþykktir. Sitjandi stjórn gaf öll kost á sér áfram og var það samþykkt með lófataki. Fanney Ólöf Lárusdóttir formaður, Svava Margrét Sigmarsdóttir ritari, Kristín Lárusdóttir gjaldkeri, Gunnar Erlendsson og Bjarni Dagur Bjarnason meðstjórnendur. Bjarni Bjarnason varamaður í stjórn. Skoðanamenn voru endurkjörnir, Sigmar Helgason og Sverrir Gíslason.
Góðar umræður voru um starfsemi félagsins. Töluvert var rætt um hvernig við gætum fengið iðkendur 60+ til að mæta á þær æfingar sem verið er að bjóða upp á fyrir þennan aldurshóp. Rætt var um sumaræfingar fyrir börn og unglinga. Sigurður Eyjólfur kynnti m.a. LEIKJANÁMSKEIÐ sem verður haldið í sumar fyrir yngri börnin okkar.
Hlökkum til að takast á við nýtt starfsár Ungmennafélagsins Ármanns
Íþróttakveðja,
Fanney Ólöf formaður