Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2021 Júlí

11.07.2021 21:25

Smábæjaleikjunum á Blönduósi lokið

Um helgina fóru fram Smábæjaleikarnir á Blönduósi í fótbolta. 13 keppendur voru skráðir til leiks á mótið frá USVS sem sendi lið til leiks í tveimur flokkum. Flestir keppendur áttu það sameiginlegt að vera spila á sínu fyrsta fótboltamóti og ríkti því mikil spenna fyrir þessari ferð á Blönduós. Allir keppendur kynntust því að sigra, gera jafntefli og að tapa. 6. flokkur USVS endaði í 3. sæti af 12 liðum í "ensku deild" Smábæjaleikanna og í 5. flokki endaði lið USVS í 7. sæti af 9 liðum. Frábært veður um helgina á meðan mótinu stóð og héldu allir skínandi glaðir en þreyttir heim á leið eftir frábæra daga á Blönduósi. Á meðfylgjandi myndum má sjá glæsilega fulltrúa USVS ásamt þjálfara sínum.
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar