Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2021 Júní

30.06.2021 13:47

Heimsókn frá KSÍ!

Ungmennafélagin Ármann og Skafti fengu góða heimsókn í gær, 29. júní. Hann Moli heimsótti okkur en hann heldur utan um verkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" sem er nú í fullum gangi þriðja sumarið í röð og var þetta jafnframt í þriðja skiptið sem hann heilsar upp á okkur í Skaftárhreppi. Knattspyrnusamband Íslands stendur á bakvið þetta verkefni í samstarfi við Mola.
Mæting var mjög góð en 16 krakkar frá Umf. Ármanni og Skafta mættu á Kleifavöll í blíðunni til að taka æfingu með Mola og fengu svo flottan glaðning frá KSÍ í lok æfingarinnar.
Gaman að fá svona heimsókn og þökkum við Mola kærlega fyrir komuna. -Siggi

28.06.2021 14:08

Heimsókn frá KSÍ 29. júní kl. 16

HEIMSÓKN FRÁ KSÍ - ALLIR VELKOMNIR
Moli frá KSÍ kemur í heimsókn til okkar á morgun þriðjudaginn 29. júní. Hann verður á Kleifavelli kl. 16:00 og gera má ráð fyrir því að dagskráin standi yfir til c.a 17:30. Dagskráin verður með svipuðu sniði hjá honum og í síðustu skipti sem hann hefur komið. Hann kemur með pannavöll með sér þar sem hann býr alltaf til skemmtilega stemmningu. Svo er aldrei að vita nema að hann gefi einhverjar gjafir. Athugið að ALLIR iðkendur (2005-2015) mæta á sama tíma.
Allir velkomnir! Krakkarnir þurfa ekki að vera skráð/ir á fótboltaæfingar til að taka þátt í þessu og því um að gera fyrir alla að koma og vera með. ??
Sjáumst hress

16.06.2021 20:18

17. júní 2021

Ungmennafélagið Ármann selur íslenska fánann, blöðrur og sælgæti til styrkar íþróttastarfinu. Við verðum mætt kl. 13 við Skaftárskála að selja og skrúðgangan hefst svo kl. 14.
Athugið að við erum EKKI með posa.
Veðurspáin lítur orðið miklu betur út ??
Við hlökkum til að sjá ykkur og höldum upp á þjóðhátíðardaginn okkar saman og höfum gaman emoticon emoticon

  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar