Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2020 Apríl

16.04.2020 07:52

Áskorunnarleikur Umf. Ármanns og Skafta


Áskorunarleikur Ungmennafélaganna

Ármanns og Skafta

Næstu þrjár vikurnar mun standa yfir áskorunarleikur fyrir krakkana í Skaftárhreppi, aldursskiptingin í leiknum er 1. - 4. bekkur og 5. - 10. bekkur.  Fyrir hverja viku sendir Sigurður Eyjólfur út blað með áskorunum fyrir báða hópana. 

Þetta eru fjölbreyttar áskoranir er varða hreyfingu, mataræði og samverustundir með fjölskyldunni (t.d. að spila). 

Þegar lokið hefur verið við áskorun þarf foreldri/forráðamaður að kvitta fyrir að áskorun sé lokið í lok hverrar viku. Síðan þarf að senda inn mynd af útfylltu áskorunarblaðinu á Sigurð Eyjólf á Facebook eða í tölvupósti, [email protected].

Allir sem skila inn fá lítinn glaðning. Öll áskorunarblöð sem skilað verður inn fara í sérstakan pott og verða dregnir út tveir vinningshafar að leik loknum eftir þrjár vikur. 

Blöðin verður hægt að nálgast hér á Íþróttaæfingahópnum á Facebook. Áskorunarblöðin fyrir fyrstu vikuna eru komin inn.

Með von um góða þátttöku,

Fanney Ólöf og Sigurður Eyjólfur


  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar