Kæru foreldrar og iðkendur.
Í ljósi aðstæðna er ljóst að æfingar munu taka breytingum eftir helgina. Endilega fylgist með á heimasíðu UMFÁ og á Íþróttaæfingahópnum á Facebook.
Í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur frá og með miðnætti í kvöld, sunnudaginn 15. mars en halda þó áfram starfi leik- og grunnskóla, mun Umf. Ármann og Skafti endurskoða skipulag æfinga félagsins næstu vikur. Samkvæmt upplýsingum frá íþróttahreyfingunni á Íslandi gilda sömu takmarkanir um íþróttastarf og settar eru um starfsemi leik- og grunnskóla.
Það munu því ekki vera æfingar á morgun, mánudaginn 16. mars.
Þess í stað verður dagurinn nýttur til að skipuleggja fyrirkomulag æfinga þannig að þær uppfylli skilyrði stjórnvalda gagnvart samkomubanni.
Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra og forráðamanna á mánudagskvöld. Það er upplýsingar um æfingatíma og skipulag í kringum æfingar EF ákveðið verður að halda þeim áfram á meðan samkomubann er í gildi.
Bestu kveðjur,
Fanney Ólöf, formaður UMFÁ