Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2020 Mars

16.03.2020 22:00

Íþróttaæfingar falla niður

Kæru foreldrar og iðkendur! 

Í ljósi nýrra tilmæla sem bárust frá íþróttahreyfingunni á Íslandi sunnudagskvöldið 15. mars hefur verið ákveðið að íþróttaæfingar hjá iðkendum Umf. Ármanns og Skafta falli alfarið niður í þessari viku. 
Þessi tilmæli eru byggð á samskiptum íþróttahreyfingarnar við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Á meðan þessi staða er skulum við öll vera dugleg að gera æfingar heima. Hægt er að finna fullt af sniðugum æfingum á netinu. ÍSÍ er t.d. að fara af stað með hreyfileik sem kallast ,,Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag" og þennan leik má finna á Facebook (https://www.facebook.com/28dagar/). 

Vinsamlegast fylgist með fréttum á heimasíðu UMFÁ, tölvupósti eða á Íþróttaæfingahópnum á Facebook um hvernig framhaldið verður með íþróttaæfingarnar. 

Bestu íþróttakveðjur,
Fanney Ólöf formaður UMFÁ

15.03.2020 15:55

Viðbrögð við samkomubanni

Kæru foreldrar og iðkendur. 

Í ljósi aðstæðna er ljóst að æfingar munu taka breytingum eftir helgina. Endilega fylgist með á heimasíðu UMFÁ og á Íþróttaæfingahópnum á Facebook. 

 

Í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur frá og með miðnætti í kvöld, sunnudaginn 15. mars en halda þó áfram starfi leik- og grunnskóla, mun Umf. Ármann og Skafti endurskoða skipulag æfinga félagsins næstu vikur. Samkvæmt upplýsingum frá íþróttahreyfingunni á Íslandi gilda sömu takmarkanir um íþróttastarf og settar eru um starfsemi leik- og grunnskóla.

 

Það munu því ekki vera æfingar á morgun, mánudaginn 16. mars

Þess í stað verður dagurinn nýttur til að skipuleggja fyrirkomulag æfinga þannig að þær uppfylli skilyrði stjórnvalda gagnvart samkomubanni.

Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra og forráðamanna á mánudagskvöld. Það er upplýsingar um æfingatíma og skipulag í kringum æfingar EF ákveðið verður að halda þeim áfram á meðan samkomubann er í gildi.

Bestu kveðjur,

Fanney Ólöf, formaður UMFÁ

02.03.2020 18:45

Fréttir af aðalfundi UMFÁ

Aðalfundur Ungmennafélgsins Ármanns var haldinn föstudaginn 21. febrúar síðast liðinn. Fámennt og góðmennt var á fundinum. Auk hefðbundina aðalfundastarfa voru kynnt starfssemi félagsins sem snýst að mestu leyti um að halda uppi íþróttalífi barnanna okkar hér í sveit. Íþróttaæfingar sem eru í boði fyrir 1. - 10. bekk nú á vorönn er fótbolti, körfubolti, almenn hreyfing og blak. Boðið er upp á Íþróttaskóla fyrir 2 - 5 ára börn og svo er blak fyrir konur einu sinni í viku yfir vetrartímann.

Í stjórn voru kosin: Fanney Ólöf Lárusdóttir formaður, Guðmundur Fannar Markússon ritari, Kristín Lárusdóttir gjaldkeri, Gunnar Erlendsson meðstjórnandi og Bjarni Dagur Bjarnason meðstjórnandi. Í varastjórn voru kosin Bjarni Bjarnason og Svava Margrét Sigmarsdóttir. Sigmar Helgason og Sverrir Gíslason voru kosnir skoðunarmenn félagsins.

Linda Agnarsdóttir og Unnar Steinn Jónsson gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn og er þeim þökkuð vel unnin störf í þágu Ungmennafélagsins.

Fanney Ólöf 


  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar