Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2020 Janúar

31.01.2020 07:00

Fréttir frá Ungmennafélaginu Ármanni

Körfuboltaæfingar á þriðjudögum fyrir börn og unglinga

Þau gleðitíðindi eru að við höfum fengið nýjan þjálfara til liðs við okkur, Gunnar Erlendsson Dalshöfða.  Hann hefur tekið að sér að þjálfa KÖRFUBOLTA og verður fyrsta æfingin þriðjudaginn 4. febrúar. Tímasetningar eru 1. - 4. bekkur kl. 14:40 - 15:20 og 5. - 10. bekkur kl. 15:30 - 16:30.

Fyrsta æfingin er opin öllum. Skráningar sendist á netfangið [email protected] en einnig er hægt að skrá sig á fyrstu æfingunni.

Þegar eru komnar af stað blakæfingar á mánudögum og fótbolti á miðvikudögum.

Fótboltaæfingar um helgar

Boðið verður upp á fótboltaæfingar tvisvar í mánuði frá febrúar til maí. Þessar æfingar eru opnar öllum krökkum sem áhuga hafa á að æfa fótbolta og er rukkað sér fyrir þær,  kr. 4.000 á barn fyrir tímabilið. Ein slík helgaræfing var haldin til prufu í desember og tókst mjög vel, 28 krakkar mættir alls staðar að úr sýslunni. Fyrsta helgarfótboltaæfingin verður 15. febrúar nk. Þjálfari er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Skráningar sendist á netfangið [email protected] 

Íþróttaskóli í Skaftárhreppi

Fyrsti Íþróttaskóli fyrir 2 - 5 ára börn var laugardaginn 25. janúar og var góð mæting. Næsti Íþróttaskóli verður laugardaginn 1. febrúar kl. 10:30. Markmið Íþróttaskólans er að kynna fyrir börnum á aldrinum 2 - 5 ára fjölbreytta hreyfingu og að hafa gaman saman. Efla þannig hreyfinám og hreyfifærni og stuðla m.a. að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska og félagsþroska. Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Fanney Ólöf Lárusdóttir.

Lífshlaupið hefst 5. febrúar

Lífshlaupið hefst 5. febrúar nk. Ungmennafélagið Ármann vill hvetja alla til að taka þátt, unga sem aldna og alla þar á milli emoticon

 Um er að ræða einstaklingskeppni, vinnustaðakeppni, grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Við viljum hvetja einstaklinga, Kirkjubæjarskóla og vinnustaði í Skaftárhreppi til að taka þátt. Eflum hreyfingu og heilbrigði. Svo getum við líka undirbúið okkur fyrir HEILSUDAGA Skaftárhrepps sem verða haldnir dagana 13. til 22. mars nk.

Samstarf Ungmennafélagsins Skafta

Ungmennafélagið Skafti er í samstarfi með Umf. Ármanni með íþróttaæfingar og Íþróttaskólann og tekur þátt í kostnaði við æfingarnar. Það er mjög ánægjulegt og mætti þetta samstarf vaxa og eflast.

Aðalfundur Ungmennafélagsins Ármanns emoticon

Aðalfundur Umf. Ármanns verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar nk. kl. 20:00 
23.01.2020 23:14

Íþróttaskóli í Skaftárhreppi fyrir 2 til 5 ára börn

Ungmennafélögin Ármann og Skafti bjóða upp á Íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2 til 5 ára. Íþróttaskólinn verður á laugardags- eða sunnudagsmorgnum frá kl. 10:30 - 11:30.

Fyrsti tíminn er laugardagurinn 25. janúar nk. kl. 10:30-11:30. Þetta verða alls um 10 skipti og áætluð lok verða um mánaðrmótin mars/apríl.

Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera.

Dagskrá íþróttaskólans verður eitthvað breytileg. Boðið verður m.a. upp á þrautbraut, stöðvar með alla vega verkefnum, boltaæfingar, leiki og fleira.

Námskeiðsgjald fyrir tímabilið er kr. 8.000 og greiðist í fyrsta tíma.

Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Fanney Ólöf Lárusdóttir.
Skráning er í netfangið [email protected]

Sjáumst hress,
Fanney Ólöf, umsjónarmaður Íþróttaskólans


Mynd frá Fanney Ólöf Lárusdóttir.

12.01.2020 19:36

Íþróttaæfingar á vorönn 2020

Íþróttaæfingar Umf. Ármanns fyrir börnin okkar og unglingana hefjast í vikunni. Æfingarnar verða opnar öllum þessa vikuna.
Á mánudögum á gæslutíma er ALMENN HREYFING  fyrir 1. - 4. bekk. Þessar æfingar eru samstarf Ungmennafélagsins og Kirkjubæjarskóla og því hluti af stundatöflu barnanna. Á æfingunum er lögð áhersla á leiki og fjölbreytta hreyfingu. Nú á vorönn verður einnig lögð áhersla á KRAKKABLAK. Krakkablak er skemmtileg útfærsla á blaki ætlað börnum. 
Á mánudögum strax eftir skóla er BLAK fyrir 5. - 10. bekk. Fanney Ólöf Lárusdóttir er þjálfari á blakæfingunum.
Á miðvikudögum er boðið upp á FÓTBOLTAÆFINGAR og er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson þjálfari. Á gæslutíma er fótboltaæfing fyrir 1. - 4. bekk og strax eftir skóla er æfing fyrir 5. - 10. bekk. 

Okkar vantar svo einhvern góðan einstakling til að taka að sér æfingar á þriðjudögum. Það mætti vera t.d. frjálsar íþróttir, körfubolti eða þrekæfing... Allar góðar ábendingar eru vel þegnar. 

Umf. Ármann bíður einnig upp á blak fyrir konur á mánudagskvöldum, kl. 19:30-21:00. Allar konur velkomnar. Fanney Ólöf sér um þjálfun á blakæfingunum. 

Með von um gott íþróttastarf í vetur
Fanney Ólöf


  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar