Knattspyrnustarf Umf. Ármanns 2019
Frábær endapunktur á knattspyrnustarfi Umf. Ármanns á árinu var laugardaginn
28. desember síðastliðinn en þá var haldin sérstök opin jólaæfing þar sem tveir
jólasveinar litu við með glaðning handa krökkunum. Virkilega vel heppnuð og
skemmtileg æfing. Boðið var upp á æfingu fyrir 1.-4. bekk og 5.-10. bekk. Tæplega
30 krakkar bæði úr Skaftárhreppi og Mýrdalshreppi mættu á æfinguna.
Það er viðarburðarríkt ár að baki. Sem dæmi má nefna æfingaferð til Vestmannaeyja í júlí, Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði í ágúst, skemmtileg heimsókn frá KSÍ í sumar og svo eru það auðvitað innanhúsmót USVS sem voru tvö á þessu ári.
Það er mikill knattspyrnuáhugi hjá krökkunum í Skaftárhreppi og hafa æfingarnar hafa verið mjög vel sóttar. Frábært ár að baki og nú tekur árið 2020 senn við með nýjum ævintýrum.
Sigurður Eyjólfur knattspyrnuþjálfari Umf. Ármanns