Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2019 Júní

15.06.2019 18:12

Kvennahlaupið 2019

Ekki alveg sama blíðan á Klaustri og síðustu daga en fínt hlaupaveður, 21 kona mættu til leiks í Kvennahlaupið

10.06.2019 19:38

Kvennahlaup í 30 ár

Veglegir glaðningar í ár í tilefni 30 ára afmælis Kvennahlaupsins, þú kaupir bolinn en færð einnig buff, Kristal, bleikt kvennahlaup og flottar vörur frá Nivea Fjölmennum í Kvennahlaupið á laugardag um land allt. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Klaustri kl. 11.


07.06.2019 13:13

Íþróttaæfingar sumarið 2019

Sumaríþróttaæfingar umf. Ármanns eru að komast í gang þessa dagana. 
Í boði eru fótboltaæfingar á mánudögum og miðvikudögum. Á þriðjudögum eru frjálsíþróttaæfingar og á fimmtudögum eru íþróttaæfingar með fjölbreyttu sniði, svo sem leikjum, göngutúrum, stöðvaræfingum og fleira skemmtilegt.
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson sér um fótboltaæfingarnar og Fanney Ólöf Lárusdóttir sér um æfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum.

Hlökkum til sumarsins og verum duglega að hreyfa okkur emoticon emoticon

Stjórnin

Sumaraefingar_2019.png
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar