Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2019 Maí

15.05.2019 13:52

Hreyfivika UMFÍ 27.5 - 2.6

Vissir þú að Hreyfivika UMFÍ er í gangi dagana 27. maí til 2. júní n.k. Langar þig ekki að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni þess með fullt af öðru hressu og skemmtilegu fólki?

Umf. Ármann óskar eftir hugmyndum að skemmtilegum uppákomum eða viðburðum á Hreyfiviku UMFÍ sem stendur frá 27. maí til 2. júní n.k.
Dæmi um uppákomur eða viðburði gæti verið t.d. gönguferð, sundkeppni, úti-jóga, borðtennis, hjólaferð, klifur, "just dance" keppni eða hvað sem er.

Tilgangur Hreyfiviku er að fá sem flesta til að vera með í t.d. sameiginlegri æfingu, keppni milli vinnustaða og til að taka þátt í hreyfingu og útiveru með öðrum.Langar þig að bjóða upp á einhvers konar viðburð á Hreyfivikunni? Ertu með góða hugmynd að skemmtilegri æfingu eða viðburði sem hentar sem flestum?

Þá viljum við í stjórn Umf. Ármanns heyra frá þér,
endilega hafðu samband í gegnum netfangið [email protected]

Stjórnin

  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar