Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2019 Janúar

14.01.2019 11:42

Krakkablak og fótbolti

Til foreldra barna og unglinga Skaftárhreppi

Íþróttaæfingar Ungmennafélagsins Ámanns eru að hefjast eftir jólafrí.

Í boði verður KRAKKABLAK og FÓTBOLTI.
Krakkablak verður áfram á mánudögum, 1. - 4. bekkir á gæslutíma kl. 14:40 - 15:20 og 5. - 10. bekkir kl. 15:30 - 16:30. Fanney Ólöf Lárusdóttir þjálfar.

Fótboltaæfingar verða í boði og mun Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson sjá um þjálfun. Sigurður mun vera með æfingar þegar hann á frí frá sinni aðalvinnu. Þar af leiðandi verða æfingarnar ekki endilega alltaf á sumu vikudögum en þjálfarinn mun koma upplýsingum um það til foreldra.

Æfingadagar í janúar eru eftirfarandi:

Þriðjudagur 15. janúar - Yngri kl. 14:40-15:20, eldri kl. 15:30-16:30

Föstudagur 18. janúar - Yngri kl. 16:30-17:10, eldri kl. 17:15-18:45

Laugardagur 19. janúar - Eldri kl. 10:00-11:00, yngri kl. 11:10-12:00

Sunnudagur 27. janúar - Yngri kl. 10:00-10:50, eldri kl. 11:00-12:10

Miðvikudagur 30. janúar - Yngri kl. 14:40-15:20, eldri kl. 15:30-16:30
Æfingagjöld er kr. 9.000 fyrir vorönnina.

Markmiðið með íþróttaæfingunum er að veita áhugasömum börnum og unglingum í Skaftárhreppi tækifæri til að stunda íþróttir og lögð er áhersla á að allir geti stundað íþróttir, bæði byrjendur og lengra komnir.

Félagsleg markmið er að skapa létt og skemmtilegt starfsumhverfi. Iðkendur fái góða og holla hreyfingu og hafi áhuga og ánægju á æfingunum. Íþróttaleg markmið eru að börnin fái alhliða hreyfingu og þjálfun sem þau hafa gaman af og eykur líkamsvitund, hreyfiþroska, samhæfingu, styrk og jafnvægi.

Mikilvægt er að foreldrar hvetji börnin sín til að stunda íþróttir og að mæta vel á æfingar, leggi sig fram og vera jákvæð. Einnig mikilvægt að börnin mæti í íþróttafötum og -skóm á æfingar. Á vordögum mun félagið veita þeim iðkanda viðurkenningu sem hefur besta mætingu og ástundun á æfingum.

Öll börn og unglingar í Skaftárhreppi eru velkomin á íþróttaæfingar Umf. Ármanns.

Með von um gott íþróttastarf í vetur,
stjórn og þjálfarar Umf. Ármanns
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar