Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2018 Ágúst

26.08.2018 22:22

Ótitlað

Íþróttaæfingar Ungmennafélagsins Ámanns munu hefjast í næstu viku. 

Krakkablak verður á mánudögum, 1. - 4. bekkur kl. 14:40 - 15:20 og 5. - 10. bekkur kl.15:30 - 16:30.
 Sund, frjálsar íþróttir og fótbolti verður á þriðjudögum kl. 15:30 - 16:30 fyrir 5. - 10. bekk og á miðvikudögum kl. 15:30 - 16:10 fyrir 1. - 4. bekk. Athugið að sundæfingar eru ekki hugsaðar fyrir 1. - 4. bekk þar sem þeir nemendur sem á þurfa að halda í þeim bekkjum  fá aukasundtíma á skólatíma. Katarzyna Korolczuk þjálfar.

 Sund verður í 5 vikur (vikur 36 - 40) 
 Frjálsar íþróttir 6 vikur (vikur 41 - 46)
 Fótbolti í 5 vikur (vikur 47 - 51)
 Ný dagskrá verður sett upp eftir áramót.

Verð er kr. 20.000 fyrir æfingu tvisvar í viku fram að jólum (hjá Kasiu og Fanney Ólöfu).
Verð er kr. 15.000 fyrir æfingu einu sinni í viku fram að jólum (hjá Kasiu eða Fanney Ólöfu)
Verð er kr. 10.000 fyrir 5 eða 6 vikna æfingu fram að jólum (sund, frjálsar eða fótbolti)

MARKMIÐ ÍÞRÓTTASTARFS UMF. ÁRMANNS

Umf. Ármann hefur það að leiðarljósi að skapa börnum og unglingum í Skaftárhreppi góðan vettvang til að æfa og stunda íþróttir og leikjastarf og stuðla þannig að góðri heilsu og líðan þeirra ásamt heilbrigðara samfélagi. Markmiðið með íþróttaæfingunum er að veita áhugasömum börnum og unglingum í Skaftárhreppi tækifæri til að stunda íþróttir og lögð er áhersla á að allir geti stundað íþróttir, bæði byrjendur og lengra komnir. 

Félagsleg markmið er að skapa létt og skemmtilegt starfsumhverfi. Iðkendur fái góða og holla hreyfingu og hafi áhuga og ánægju á æfingunum. Markmiðið er að leggja áherslu á jákvæða uppbyggingu þar sem iðkendur upplifa sig sem hluta af félagslegri heild. 

Íþróttaleg markmið eru að börnin fái alhliða hreyfingu og þjálfun sem þau hafa gaman af og eykur líkamsvitund, hreyfiþroska, samhæfingu, styrk og jafnvægi. Allir iðkendur fái tækifæri til að upplifa sig á jákvæðan hátt, öðlast sjálfstraust og temja sér sjálfsaga og hollar lífsvenjur.

Mikilvægt er að foreldrar hvetji börnin sín til að stunda íþróttir og að mæta vel á æfingar og leggi sig fram. Einnig mikilvægt að börnin mæti í íþróttafötum og -skóm á æfingarnar. Á vordögum mun félagið veita þeim iðkanda viðurkenningu sem hefur besta mætingu og ástundun á æfingar.

Öll börn og unglingar í Skaftárhreppi eru velkomin á íþróttaæfingar Umf. Ármanns.

Á DÖFINNI Í HAUST UTAN ÆFINGA:
 Krakkahittingur á föstudegi eftir skóla. Samverustund með leikjum sem endar á að borða saman. Nánar auglýst síðar.
 Haldið verður lítið úrtökumót í frjálsum íþróttum hjá Ármanni sem er sigurvegurum í keppnisgreinum mun bjóðast að fara á SILFURLEIKA ÍR í frjálsum íþróttum þann 17. nóvember nk. að keppa.
 Verið er að skoða að fara á krakkablaksmót. Dagsetningar liggja ekki fyrir en verður auglýst nánar síðar.
 Kaupa íþróttaföt (stuttbuxur, bol og æfingagalla) fyrir börnin og unglingana og er óskað eftir liðstyrk foreldra í að safna styrktaraðilum til að fjárfesta í íþróttafötunum.

Með von um gott íþróttastarf í vetur,

Kasia, Linda og Fanney Ólöf
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar