Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2018 Júní

25.06.2018 16:48

Fyrsta æfing

ATHUGIÐ að vegna leiks Íslands og Króatíu á morgun þriðjud. kl. 18:00 þurfa allir krakkar, yngri og eldri, sem ætla að skrá sig á æfingar í sumar að mæta kl. 15:30 í Íþróttamiðstöðina. Skráningu og sameiginlegri æfingu lýkur svo á sama stað kl. 17:00.

25.06.2018 15:10

Íþróttaæfingar og íþróttaskóli

Ungmennafélagið Ármann auglýsir.

Íþróttaæfingar 6 - 10 ára barna og 11 ára og eldri
Umf. Ármann auglýsir íþróttaæfingar í sumar. Fyrsta æfing er á þriðjudaginn 26. júní. Mæting við ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINA og er skráning á staðnum.
Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum:
 Yngri hópur kl. 18:30 - 19:30 (6 - 10 ára)
 Eldri hópur kl. 19:35 - 21:05 ( 11 ára og eldri)
Aðalumsjón með æfingunum hefur Katarzyna Korolczuk (Kasia íþróttakennari) og einnig munu Gunnar Pétur, Fanney Ólöf, Unnar og Linda Agnars hafa umsjón með nokkrum æfingum.
Einnig er boðið upp á æfingar fjórar helgar í sumar og verður Katla Björg Ómarsdóttir þjálfari á þeim en Katla Björg er að nema íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Æfingarnar eru helgarnar:
? 30. júní - 1. júlí 14. júlí - 15. júlí 21. júlí - 22. júlí 28. júlí - 29. júlí
Laugardagsæfingar: Yngri hópur kl. 16:00 - 17:00 og eldri hópur kl. 17:05 - 18:35.
Sunnudagsæfingar: Yngri hópur kl. 13:00 - 14:00 og eldri hópur kl. 14:05-15:35.
Þátttökugjald fyrir æfingar sumarsins er kr. 15.000 og systkinaafsláttur er kr. 5.000.
Æfingarnar verða með fjölbreyttu sniði, svo sem leikir, frjálsar íþróttir og boltaíþróttir.
---------------------------------------------------------------------------
Íþróttaskóli 2 - 5 ára barna
Umf. Ármann býður upp á íþróttaskóla í sumar fyrir börn 2 - 5 ára. Þetta eru fjögur skipti á sunnudagsmorgnum: 1. júlí 15. júlí 22. júlí 29. júlí
Börn 2 - 5 ára (fædd 2013 til 2016) eru frá kl. 11:00 - 12:00
Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera. Í íþróttaskólanum fá börnin að reyna sig við ólíkar aðstæður þar sem þörf er á að hoppa, skríða, rúlla og velta sér, hlaupa um og klifra.
Skilyrði og mjög mikilvægt er að foreldrar taki þátt í tímunum með börnunum sínum og aðstoði þau eftir þörfum.
Mælt er með því að börnin mæti berfætt svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu en ef einhverjir vilja frekar vera í sokkum að þá er mælt því að það séu sokkar með gripi (stjörnum undir).
Námsskeiðsverð er kr. 5.000
Kennarar í íþróttaskóla Umf. Ármanns er Katla Björg Ómarsdóttir íþróttafræðinemi og Fanney Ólöf.
Skráning á staðnum 1. júlí og frekari upplýsingar veitir Fanney Ólöf í síma 894 1560.

Allir velkomnir á æfingar og í íþróttaskóla Ungmennafélagsins Ármanns

Hittumst og höfum gaman,

Stjórnin

  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar