Hreyfivika
UMFÍ í Skaftárhreppi -
28. maí til 3. júní
Eitthvað
fyrir alla og allir með J
·
Sundkeppni
sveitarfélaga, mánud. 28.maí til sunnud. 3.
júní. Þú mætir í sundlaugina á Klaustri og skráir hjá sundvörðum nafn og hversu
marga metra þú syntir. Í fyrra lenti Skaftárhreppur í 3. sæti með 133 synta
metra á hvern íbúa og í ár ætlum við okkur á toppinn.
·
Hlaupakeppni
, þriðjud. 29. maí. Síðasta hlaup af fjórum, lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni
á Klaustri kl. 17:30. Þeir sem hlaupið hafa í hin þrjú skiptin hafa safnað
punktum og eru verðlaun veitt fyrir flesta punkta í lok þessa síðasta hlaups.
Allir í hlaupaskóna og taka þátt.
·
Kvöldganga,
miðvikud.
30. maí. Mæting kl. 20:00 við Systrafoss og Ástarbrautin gengin í kvöldsólinni
(vonandi), ca. 4 km. Allir velkomnir.
·
Badminton,
fimmtud. 31. maí. Allir velkomnir í badminton í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri
kl. 17:30 - 18:30. Spaðar og flugur á staðnum, ekkert gjald.
·
Krakka-hafnarbolti,
föstud. 1. júní. Til að fagna því að júní sé loks kominn er krökkum á Klaustri
og í nærsveitum boðið að koma saman í hafnarboltaleik á Klaustri. Mæting kl.
14:00 að Skerjavöllum 7 og fjörinu lýkur kl. 16:00 á sama stað. Ís í boði fyrir
spilara að leik loknum.
·
Sjóvá
Kvennahlaup ÍSÍ, laugard. 2. júní. Hið árlega
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Klaustri. Hlaupið
hefst kl. 11:00 og er hægt að velja um 3, 5, 7 og 10 km vegalengdir. Frítt í
sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu auk verðlaunapenings, svaladrykks og
glaðnings. Hvetjum hressar konur á öllum aldri til að reima á sig hlaupaskóna
og vera með.
·
Gönguferð,
sunnud. 3. júní. Ferðafélag Skaftárhrepps verður með gönguferð frá Mörtungu 1
(neðri bænum) inn í Grjóthól og upp á heiði, fram á Skágötukletta. Þaðan er
gengið með brúninni í vestur og niður að Höfðahúsum og þaðan tilbaka. Gangan er
um 10 km og tekur ca. 2,5 - 3,5 klst. Lagt er af stað frá neðri bænum kl. 09:30
og fararstjóri er Jóna Björk Jónsdóttir. Ekkert kostar í ferðina en nauðsynlegt
er að hafa góða skapið meðferðis J