Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2018 Maí

24.05.2018 22:42

Hreyfivika UMFÍ í Skaftárhreppi

Hreyfivika UMFÍ í Skaftárhreppi -

 28. maí til 3. júní

Eitthvað fyrir alla og allir með J

 

·         Sundkeppni sveitarfélaga, mánud. 28.maí til sunnud. 3. júní. Þú mætir í sundlaugina á Klaustri og skráir hjá sundvörðum nafn og hversu marga metra þú syntir. Í fyrra lenti Skaftárhreppur í 3. sæti með 133 synta metra á hvern íbúa og í ár ætlum við okkur á toppinn.

 

·         Hlaupakeppni , þriðjud. 29. maí. Síðasta hlaup af fjórum, lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni á Klaustri kl. 17:30. Þeir sem hlaupið hafa í hin þrjú skiptin hafa safnað punktum og eru verðlaun veitt fyrir flesta punkta í lok þessa síðasta hlaups. Allir í hlaupaskóna og taka þátt.

 

·         Kvöldganga, miðvikud. 30. maí. Mæting kl. 20:00 við Systrafoss og Ástarbrautin gengin í kvöldsólinni (vonandi), ca. 4 km. Allir velkomnir.

 

·         Badminton, fimmtud. 31. maí. Allir velkomnir í badminton í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri kl. 17:30 - 18:30. Spaðar og flugur á staðnum, ekkert gjald.

 

·         Krakka-hafnarbolti, föstud. 1. júní. Til að fagna því að júní sé loks kominn er krökkum á Klaustri og í nærsveitum boðið að koma saman í hafnarboltaleik á Klaustri. Mæting kl. 14:00 að Skerjavöllum 7 og fjörinu lýkur kl. 16:00 á sama stað. Ís í boði fyrir spilara að leik loknum.

 

·         Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ, laugard. 2. júní. Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Klaustri. Hlaupið hefst kl. 11:00 og er hægt að velja um 3, 5, 7 og 10 km vegalengdir. Frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu auk verðlaunapenings, svaladrykks og glaðnings. Hvetjum hressar konur á öllum aldri til að reima á sig hlaupaskóna og vera með.

 

·         Gönguferð, sunnud. 3. júní. Ferðafélag Skaftárhrepps verður með gönguferð frá Mörtungu 1 (neðri bænum) inn í Grjóthól og upp á heiði, fram á Skágötukletta. Þaðan er gengið með brúninni í vestur og niður að Höfðahúsum og þaðan tilbaka. Gangan er um 10 km og tekur ca. 2,5 - 3,5 klst. Lagt er af stað frá neðri bænum kl. 09:30 og fararstjóri er Jóna Björk Jónsdóttir. Ekkert kostar í ferðina en nauðsynlegt er að hafa góða skapið meðferðis J

24.05.2018 20:32

Auglýsum eftir þjálfurum/ Athletic trainers wanted / reklamy trenerów

Ungmennafélagið Ármann auglýsir eftir þjálfara/þjálfurum til að sjá um íþróttaþjálfun sumarið 2018 á Klaustri. Æfingarnar eru fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára og hafa síðustu ár verið fótbolti og frjálsar en aðrar íþróttagreinar koma einnig til greina. 
Umsóknir sendist á netfangið [email protected] fyrir 1. júní n.k. og innihaldi fullt nafn, kennitölu, símanúmer, netfang, menntun og reynslu af fyrri þjálfara/æfingastörfum.
Allar upplýsingar gefur Linda Agnars í síma 6904711 eða í gegnum netfangið [email protected]

Stjórnin

___

Ungmennafélagið Ármann, athletic club, is looking for an athletic trainer for 6 to 16-year old children in the summer of 2018. The job includes supervision and training football as well as track and field, however, including other sports is an option.
All applications should be sent via e-mail to [email protected] by June 1st, 2018. Please include your name, i.d. number, contact address, contact number, education and work experience in your application.
For further information, please contact Linda Agnars, tel. 6904711, e-mail. [email protected]

The UMFÁ board

__

Stowarzyszenie mlodziezy Ármann, klub sportowy, poszukuje trenera dla dzieci w wieku od 6 to 16 lat na okres wakacyjny 2018. Obowiazki obejmuja prowadzenie i trenowanie pilki noznej na boisku sportowym oraz na biezni, z mozliwoscia wprowadzenia innych dyscyplin sportowych.
Wnioski prosze wysylac na e-mail [email protected]klaustur.is do czerwiec 1 2018. Prosimy o podanie swojego imienia i nazwiska, numeru kennitala, adresu korespondencyjnego, numeru telefonu, wyksztalcenia i doswiadczenia zawodowego.
Po szersze informacje prosimy o kontakt z Linda Agnars, tel. 6904711, e-mail. [email protected]

Zarzad UMFÁ


23.05.2018 17:35

Ert þú með hugmynd?

Í næstu viku, 28.5 - 3.6, er Hreyfivika UMFÍ. Við leitum því að hugmyndum um skemmtilega viðburði og/eða hugmyndir sem tengjast hreyfingu og heilsu  Hægt er að senda ábendingar í Facebook skilaboðum til undirritaðrar eða á netfangið [email protected] Auglýsing/dagskrá verður send út fyrir helgi ??

Linda Agnars

23.05.2018 14:50

Ný stjórn

Ný stjórn Umf. Ármanns:

Linda Agnarsdóttir, formaður
Fanney Ólöf Lárusdóttir, gjaldkeri
Unnar Steinn Jónsson, ritari
Sigurjón Fannar Ragnarsson, meðstjórnandi
Díana Ósk Pétursdóttir, meðstjórnandi
Sverrir Gíslason, varamaður
Bjarni Bjarnason, varamaður
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar