Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2018 Febrúar

15.02.2018 14:17

Umsóknir í æskulýðssjóð USVS

USVS auglýsir eftir umsóknum
í æskulýðssjóð sambandsins.

 

Styrkhæf teljast verkefni sem uppfylla kröfur 5.gr reglugerðarUSVS um Æskulýðssjóð.

5. grein
Framlög úr æskulýðssjóði má veita til eftirtalinna verkefna, svo fremi að þau verkefni nýtist að öllu, eða mestöllu leyti, æsku aðildarfélaga USVS.

1. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna
2. Íþróttastarfs, svo sem keppnisferða og námskeiða á því sviði.
3. Forvarnarstarfs gegn neyslu vímuefna.
4. Tómstunda- og menningarstarfs
5. Annarra verkefna sem snúa að æskulýðsmálum og teljast í samræmi við yfirlýst stefnumið UMFÍ og USVS
.

Umsóknir berist til UngmennasambandsVestur-Skaftafellssýslu með tölvupósti á [email protected] fyrir 1. mars n.k.

Sambandsstjórn USVS

15.02.2018 14:13

Frjálsíþróttamót USVS innanhús

Frjálsíþróttamót USVS innanhúss.

Innanhúsmót í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 4. mars 2018 og hefst mótið kl. 10:00.

Skráningar berist á netfangið [email protected] í síðasta lagi sólarhring fyrir mót, nafn og kennitala keppanda ásamt keppnisgreinum. Nánar um fyrirkomulag mótsins á heimasíðu USVS, www.usvs.is undir lög og reglugerðir USVS.

Hvetjum alla til að mæta og taka þátt og viljum við biðla til foreldra sem geta aðstoðað t.d. við mælingar vinsamlegast að gera það.

Stjórn USVS

 

  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar