Á laugardag fóru 7 vaskar konur í Blakdeild Umf. Ármanns og kepptu á Kjörísmótinu á Selfossi. Fyrstu tveir leikir töpuðust en seinni tveir leikirnir voru unnir með glæsibrag. Liðið endaði í 3. sæti með 4 stig (5 lið í deildinni), árangur sem stelpurnar eru hæstánægðar með. Blakdeildin hefur farið tvisvar sinnum áður á mót, Öldungamót og Kjörísmót, en þó með annarri liðsskipan og örlítið lakari úrslitum :)