Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2017 Mars

28.03.2017 12:06

Blakleikur í kvöld

Sæl öll.

Krakkarnir í eldri hópnum í krakkablaki hafa skorað á konurnar í konublakinu í blakkeppni og fer keppnin fram í kvöld þriðjud. 28. mars kl. 19:30 í Íþróttamiðstöðinni Klaustri.

Krakkarnir eru mjög spennt fyrir þessari keppni og væri mjög gaman að sem flest myndu mæta. Krakkarnir ráða því sjálf hvort þau taka þátt í keppninni en þjálfarinn vill endilega að allir mæti.

Foreldrar og systkini eru endilega velkomin að hvetja.

 

Vonast til að sjá sem flesta.

 

Bestu kveðjur,

Fanney Ólöf

þjálfari krakkablaksins 

21.03.2017 22:52

Áheitasund

Nemendur 8. - 10. bekkjar í Kirkjubæjarskóla á Síðu stóðu fyrir áheitasundi síðustu helgi. Krakkarnir syntu í sólarhring frá kl. 15:00 á föstudeginum til 15:00 á laugardeginum.             Tilefnið var að safna áheitum fyrir Félagsmiðstöðina Klaustrið. 13 krakkar syntu samtals rúma 119 km og 17 gestir lögðu þeim lið með því að synda með þeim rúma 24 km.                     Áheitasundið er orðið að árlegum viðburði í Kirkjubæjarskóla og bættu þau sig frá því í fyrra með því að synda rúmlega 6 km lengra í heildina.                                                                          Enn er hægt að styrkja krakkana með fjárframlagi og má leggja inn á 0317-13-700690 kt. 6604060690.
10.03.2017 17:07

Dans í næstu viku

Dans, dans, dans :)


Í næstu viku ætlar Jón Pétur danskennari að vera með danskennslu fyrir nemendur Kirkjubæjarskóla og því datt okkur í hug að nýta kappann fyrir okkur eldri en 16 ára í leiðinni. 
Því ætlar Jón Pétur að taka á móti okkur sem eldri erum í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri þrjú kvöld; mánud. 13. mars, miðvikud. 15. mars og fimmtud. 16. mars.
Dansað verður frá kl. 20-21:30 og kostar aðeins 2000 kr á mann hvert skipti. Ekki er nauðsynlegt að mæta öll þrjú kvöldin, ekki þarf að skrá sig, bara mæta með dansskóna :)

Vonumst til að hitta ykkur sem allra flest, 

Linda Agnars og Jón Pétur


Image result for dancing couples pics cartoon

08.03.2017 16:02

Blaknámskeið 11. og 12. mars n.k.

Myndaniðurstaða fyrir volleyball pics cartoon BLAKNÁMSKEIÐ 11. - 12. MARS N.K.Blaknámskeið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri, helgina 11. og 12. mars n.k. fyrir káta krakka, kjarnakonur og karla sem þora.

Hópaskipting er eftirfarandi:

Laugardag kl. 9-12, eldra blak og kl. 13-15 krakkablak
sunnudag kl. 9-11 krakkablak og kl. 12-15, eldrablak

Gjald er 1500 kr fyrir krakka 6-16 ára og 3000 kr fyrir eldri.

Allir hjartanlega velkomnir, vanir sem óvanir.

Skráningar sendist á netfangið [email protected], í gegnum Facebook eða í síma 6904711 fyrir hádegi á föstudag 10. mars n.k. Upplýsingar veittar með sömu leiðum.

Námskeiðið verður í umsjón Ástu Gylfadóttur íþróttafræðings og blakþjálfara.


Stjórn Umf. Ármanns


  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar