Sælir félagar.
Í dag var fyrsti leikjadagurinn og mættu 18 vaskir fótboltasnillingar framtíðarinnar á sparkvöllinn og sýndu allir góða takta. Snædís stóð sig vel með krakkana og þau gerðu ýmsar æfingar og leiki og svo fengu allir gefins ís frá Skaftárskála í lokin.
Veðrið var frábært fyrir utan stuttan skúr en flestir náðu að hlaupa í skjól í þær fáu mínútur sem hann stóð yfir :)
Á morgun hittumst við í íþróttamiðstöðinni til að fara í krakkablak og leiki með Fanney. Tíminn er kl. 11-14 og munið eftir hádegisnestinu :)
Bestu kveðjur, Stjórnin
Hér í myndaalbúmum má finna skemmtilegar myndir frá deginum :)