Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2016 Maí

31.05.2016 12:25

Kvennahlaup Sjóvá laugardaginn 4. júní

Minnum á Kvennahlaup Sjóvá á laugardaginn 4. júní. 

Hlaupið hefst kl. 11:00 í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri og hægt er að velja um þrjár vegalengdir, 1 km, 3 km og 5 km.
Í lok hlaups er frítt í sund og pottinn og bolnum fylgir verðlaunapeningur, kaldur drykkur og glaðningur frá Nivea. 

Við hvetjum hressar konur á öllum aldri til að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa saman í skemmtilegum félagsskap á laugardaginn :) 

Verð á bolunum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Bolirnir í ár eru í fallegum blágrænum lit, sjá hér að neðan :)

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórnin


29.05.2016 18:57

Fótboltaæfingar, leikjadagar, Kvennahlaup, Laugardagsleiðir o.fl.

Sælir félagar.

Annað kvöld, mánudag 30. maí, eiga allir krakkar sem ætla að æfa fótbolta hjá Snædísi að mæta á sparkvöllinn við skólann kl. 20:15. Þar fer fram skráning og eru æfingarnar hugsaðar fyrir krakka 6 ára og eldri (s.s. börn fædd 2010). Æfingagjald fyrir fótboltaæfingar er 10 þúsund á haus, s.s. eitt gjald fyrir allar sumaræfingarnar, 2500 kr systkinaafsláttur í boði. Ef einhverjir sem ætla að æfa komast ekki á morgun er hægt að senda skráningar á [email protected]

Ekki verða í boði sérstakar frjálsíþróttaæfingar að þessu sinni en fyrir mót verða settar á aukaæfingar fyrir þá sem vilja æfa t.d. stökk-, hlaup- og kastgreinarnar. Einnig verður eitthvað um sameiginlegar æfingar með Umf. Kötlu að ræða í Vík á vegum USVS fyrir mót og verða þær auglýstar betur síðar.

Leikjadagar verða fyrir krakka á aldrinum 6 til 12 ára í tvær vikur, 20. - 24. júní og 27. júní - 1. júlí. Leikjadagar verða auglýstir nánar síðar. 

Kvennahlaup Sjóvá fer fram laugardaginn 4. júní og verður í boði að hlaupa 1, 3 eða 5 km leið og hefst hlaupið í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri kl. 11:00. Frítt er í sund og heita pottinn að hlaupi loknu og hvetjum við konur á öllum aldri að fjölmenna og hlaupa saman í tilefni dagsins. Verðið er 2000 kr fyrir 13 ára og eldri og 1000 kr fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verði er hlaupabolur, verðlaunapeningur, kaldur drykkur í lok hlaups og glaðningur frá Nivea.


Einnig er á döfinni að halda sundnámskeið fyrir yngri kynslóðina og margt fleira verður skemmtilegt í boði á vegum Umf. Ármanns í sumar svo við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar og Facebook síðunni. 

Allar spurningar og vangaveltur má senda á [email protected]


Bestu kveðjur, 

Stjórnin

23.05.2016 18:59

Æfingagjöld eftir áramót

Sælir félagar.

Nú á næstu dögum verða sendar út kröfur vegna æfingagjalda eftir áramót fyrir krakkablaks-, fótbolta- og frjálsíþróttaæfingar.

Endilega hafið samband foreldrar við neðangreinda ef upphæð kröfu stemmir ekki.Bestu kveðjur, Linda Agnars
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar