Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2015 Júní

28.06.2015 17:59

Leikjadagar

Sæl öll.

Inni á facebook síðu félagsins, https://www.facebook.com/umf.armann?fref=ts, má sjá skemmtilegar myndir af krökkunum á leikjadögunum okkar. Búið er að bralla ýmislegt skemmtilegt, t.d. fara í krakkablak, heimsækja löggustöðina og björgunarstöðina, fara í sveitaheimsókn og elta hænur og margt fleira.

Á morgun hittumst við kl. 11 í leikskólanum Kærabæ og verðum þar til kl. 14. Munið eftir útifötum og hádegisnesti :)


kv,Linda Agnars

23.06.2015 20:05

Fyrsti leikjadagurinn á morgun

Athugið !


Þau ykkar sem senduð skráningu á leikjadaga á netfang Umf Ármanns eru vinsamlegast beðin að senda póst í skilaboðum á facebooksíðu félagsins eða í með sms í síma 6904711  þar sem einhverjir tæknilegir örðugleikar eru í gangi með netfangið okkar :) Vonandi veldur þetta ekki miklum vandræðum. Það er líka í góðu lagi að skrá á staðnum. Á morgun er fyrsti leikjadagurinn og þá hittumst við með íþróttafötin og hádegisnesti í Íþróttamiðstöðinni. Minni á tíma leikjadaganna sem er frá klukkan 11 til klukkan 14.

Bestu kveðjur,
Linda Agnars

22.06.2015 14:01

Leikjadagar 24.6-4.7

Sæl öll.

Umf. Ármann ætlar að bjóða upp á leikjadaga fyrir 6-12 ára krakka frá 24. júní til 4. júlí (virku dagana og seinni laugardaginn). Skráning sendist í skilaboðum á facebook síðu félagsins, í tölvupósti á [email protected] eða í síma 6904711 (Linda).

Verð fyrir námskeiðið er 7500 kr með 2500 kr systkinaafslætti.

Þeir foreldrar sem skrá börn sín á leikjadagana fá senda nánari dagskrá þeirra.


Með bestu kveðju,

Stjórnin


22.06.2015 11:51

Fótboltaæfingar

Sæl öll.

Minnum  á að fótboltaæfingarnar hjá Snædísi hefjast í kvöld. Allir sem ætla að æfa fótbolta í sumar eiga að mæta á Kleifarvöll kl. 19:30 og skrá sig. Létt sameiginleg æfing í kvöld og svo verða þær framvegis á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Skráning í kvöld ræður hvort æft verður í einum hópi eða skipt í tvo hópa.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórnin

07.06.2015 22:44

Kleifardagur og frjálsíþróttaæfing

Sæll öll.

Kleifarkvöld verður haldið mánud. 8. júní n.k. kl. 19:30 og hvetjum við félagsmenn og aðra til að mæta með verkfæri og koma í sameiningu vellinum í gott form fyrir æfingastarf krakkanna okkar í sumar.

Fyrsta frjálsíþróttaæfingin verður svo á þriðjud. 9. júní kl. 19:30 og eiga þá allir krakkar sem ætla að æfa í sumar að mæta og skrá sig. Æfingin verður stutt og skemmtileg og ís í boði að henni lokinni. Um æfingarnar í sumar sér Sigmar Helgason.

Æfingaplan sumarsins verður eins og í fyrra: frjálsar á þriðjudögum og fimmtudögum og fótbolti á mánudögum og miðvikudögum. Athugið að fótboltaæfingarnar hefjast 22. júní og um þær sér Snædís Sól Böðvarsdóttir.

Kvennahlaupið fer fram 13. júní n.k. og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11. Þátttökugjald er 1500 kr en 1000 kr fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í þátttökugjaldi er Kvennahlaupsbolurinn, verðlaunapeningur og glaðningur í lok hlaups. Frítt verður í sundlaug og heita pottinn fyrir þær sem hlaupa. Vegalengdir eru 1, 3 og 5 km.

Annað framundan eru t.d. Leikjadagar í lok júní og byrjun júlí.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar umfarmann.123.is og Facebook-síðu félagsins

Stjórnin

02.06.2015 15:52

Knattspyrnuskóli í Vík

Sæl öll.

Minnum þá krakka sem ætla að vera með í knattspyrnuskólanum í Vík í næstu viku að skrá sig sem allra fyrst með því að senda póst á [email protected]. Æfingarnar eru 5 virku daga næstu viku frá kl. 13-16. Fyrri auglýsingar má sjá í Vitanum.


Stjórnin  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar