Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2015 Apríl

08.04.2015 18:41

Gönguhópur á facebook

Góðan dag kæru félagar.

Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá fer fram um land allt 13. júní n.k. og verður hlaupið á Klaustri á vegum Umf. Ármanns eins og fyrri ár.

Í tilefni þessa hlaups og bættrar heilsu kvenna á öllum aldri hefur verið stofnaður gönguhópur á facebook þar sem allar konur eru velkomnar með í labbið. Það er engin skuldbinding og ekkert gjald. Bara spurning um að hittast, rölta eitthvað saman, spjalla og hafa gaman af. 

Vonandi mætið þið sem flestar í fyrstu gönguferðina næsta fimmtudagskvöld kl. 21:00, við hittumst við Skaftárskála og miðum við ca. klukkustundarlanga göngu.

Hér er slóð á hópinn á facebook, endilega deilið og skráið ykkur á síðuna:

https://www.facebook.com/groups/1455925378032639/

Bestu kveðjur, 

Linda Agnars


Image result for cartoon pics women walking

08.04.2015 17:25

Ný stjórn

Sælir félagar.

Á aðalfundi Umf. Ármanns 9. mars s.l. var kosin ný stjórn félagsins.
Hana skipa:

Linda Agnarsdóttir, formaður
Sandra Brá Jóhannsdóttir, gjaldkeri
Erla Þórey Ólafsdóttir, ritari
Sunneva Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Karítas Heiðbrá Harðardóttir, meðstjórnandi

Sverrir Gíslason, varamaður
Bjarni Bjarnason, varamaður
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar