Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2014 Nóvember

21.11.2014 17:59

Tímar fimleikanámskeiðs

Hérna eru tímarnir fyrir fimleikanámskeið helgarinnar:

3-5 ára laugard. kl 10:00-11:00 sunnud. kl 09:00-10:00
6-9 ára laugard. kl 11:30-14:00 sunnud. kl 10:00-12:30
10-12 ára laugard. kl 16:00-18:30 sunnud. kl 13:00-15:30

Þjálfarar taka við greiðslu á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát krakkar :)

Stjórnin

18.11.2014 22:09

Fimleikanámskeið um helgina

Helgina 22. - 23. nóvember verður haldið fimleikanámskeið í Íþróttahúsinu á Klaustri fyrir börn á aldrinum 3-16 ára. Hópaskipting er 3-5 ára á 3500 kr og 6 ára og eldri á 6000 kr. 
Þeir sem hafa áhuga endilega skrái sig með pósti á [email protected] Skráningu lýkur föstudaginn 21. nóvember.

Námskeiðið er í umsjón Sjafnar Kristjánsdóttur sem er menntaður uppeldis- og menntunarfræðingur og með margra ára reynslu í fimleikaþjálfun. Hún kom og hélt grunnnámskeið hér hjá okkur í 2013 sem var vel sótt. Henni til aðstoðar nú verður einnig Sif Pálsdóttir sem er fimleikaþjálfari hjá Gerplu og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum. 

Allar frekari upplýsingar eru gefnar í gegnum [email protected]

Vonandi sjáum við sem flesta :)

Stjórn Umf. Ármanns


  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar