Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2014 Júlí

22.07.2014 18:25

Engin æfing í kvöld

Sæl öll, því miður falla báðar frjálsíþróttaæfingar niður í kvöld, þriðjudagskvöld.
Sjáumst hress á fótboltaæfingu á morgun :)

21.07.2014 18:27

Inniæfing í kvöld

Sæl öll.

Vegna veðurs verða fótboltaæfingar þessa mánudagskvölds innandyra í Íþróttamiðstöðinni.


Linda

17.07.2014 15:28

Unglingalandsmót

Nú fer að líða að Unglingalandsmótinu og því þurfa þeir keppendur sem eiga eftir að' skrá sig að drífa í því sem fyrst. Allar upplýsingar og skráningar er að finna á http://umfi.is/unglingalandsmot-2014.

15.07.2014 17:17

Íþróttaæfing inni í kvöld

Sæl öll.

Frjálsíþróttaæfingar beggja hópa verða inni í Íþróttamiðstöð í kvöld vegna veðurs.


Stjórnin

03.07.2014 15:24

Síðasti leikjadagur á morgun

Síðasti leikjadagurinn verður á morgun föstudag og er hittingur kl. 11 á skólalóðinni. Endað verður á pizzapartý og lýkur gleðinni kl. 14.

02.07.2014 08:45

Enginn leikjadagur í dag

ATHUGIÐ - vegna veðurs og annarra óviðráðanlegra orsaka fellur leikjadagurinn niður í dag miðvikudag. Hlakka til að sjá ykkur krakkar á morgun fimmtudag á skólalóðinni kl. 11.

kv,Linda 

01.07.2014 20:08

Leikjadagur miðvikudag

Sæl öll.

Í gær var rosalega gaman hjá okkur í krakkablaki og náðu krakkarnir að sýna að þau hafa engu gleymt síðan í krakkablakinu í vetur, takk Fanney Lár fyrir að koma og vera með okkur, þú ert frábær :)

Í dag vorum við svo í golfi á golfvellinum við Hótel Laka og var Logi með okkur og krakkarnir fengu að æfa sig í pútti og lengri höggum ásamt því að Bjarki Geir, sonur Loga, sem er 15 ára golfsnillingur sýndi krökkunum hvernig alvöru golfarar bera sig að og fannst krökkunum það mjög spennandi og fróðlegt. Logi vill í framhaldinu endilega árétta að alltaf eftir kl. 17 á miðvikudögum er öllum frjálst að koma á völlinn og prófa golf og er þá í boði bæði að fá lánaðar kylfur, kúlur oþh og einnig er hægt að fá sýnikennslu og ráðgjöf hjá honum og Bjarka Geir. Ég hvet ykkur endilega til að nýta þetta góða tilboð sem best í sumar enda er frábært fyrir fjölskylduna að smella sér saman í golf þar sem þetta er frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna. Set fljótlega inn myndir á facebook síðuna okkar frá deginum í gær og í dag, endilega kíkið þangað :)

Á morgun miðvikudag ætlum við að hittast á skólalóðinni hjá KBS og leika okkur saman í alls konar þrautabrautum og skemmtilegheitum. Við byrjum kl. 11 eins og hina dagana og endum kl. 14. 
Muna eftir því að klæða sig eftir veðri og hafa með hollt og gott nesti :)

Hlakka til að sjá ykkur krakkar,

Linda Agnars

01.07.2014 16:17

Æfingar kvöldsins innanhúss

Minni ykkkur á það krakkar að frjálsíþróttaæfingar beggja hópa verða í Íþróttamiðstöðinni í kvöld.

Linda
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar