Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 20:08

Leikjadagur á morgun

Á morgun þriðjudag ætlum við að hittast við Hótel Laka kl. 11 þar sem hann Logi frændi ætlar að taka á móti okkur og leiða okkur um golfvöllinn. Við ætlum að spila, pútta, fara í leiki og fleira. Endilega ef einhverjir eiga golfsett sem þeir vilja hafa með sér þá er það velkomið en annars ætlar Logi að lána okkur kylfur, kúlur og tí.
Minni krakkana á að klæða sig eftir veðri, vera í vatnsheldum fötum og hafa meðferðis staðgott nesti sem við ætlum að snæða í hlöðunni hjá Hödda frænda. Sækja má svo golfsnillingana á sama stað kl. 14. 

Hlakka til að sjá ykkur,

Linda Agnars

30.06.2014 16:49

Fótboltafjör í kvöld !

ATHUGIÐ að fótboltafjörið okkar verður inni í Íþróttamiðstöð í kvöld vegna veðurs. Mæting kl. 18 og fjörinu lýkur um kl. 20. Athugið að bæði yngri og eldri hópar mæta saman kl. 18. Leynigestur mætir á svæðið og aldrei að vita nema að honum fylgi eitthvað spennandi :)
Hlökkum til að sjá ykkur,

Linda, Jói og Snædís

29.06.2014 18:59

Leikjadagur á morgun

Á morgun  hefst seinni vika leikjadaganna okkar og við ætlum að hittast í Íþróttamiðstöðinni kl. 11 og fara í krakkablak með Fanney Lár og rifja upp blaktaktana síðan í vetur :) Muna eftir íþróttafötum og hádegisnesti en krakkablakið verður búið kl. 14.
Þar sem veðurspá næstu daga gefur ekki byr undir þær hugmyndir að vera mikið úti ,í t.d. golfi, ætlum við að sjá í hvaða röð við gerum þetta í vikunni, get því miður þess vegna ekki gefið upp nema dagskrá eins dags í einu frameftir viku. 

Hlakka til að sjá ykkur krakkar,

Linda Agnars 

26.06.2014 18:07

Leikjadagur nr. 4

Sæl öll.

Leikjadagur nr. 4 er á morgun föstudag og við ætlum að hittast á sjoppuplaninu kl. 11. Deginum lýkur á sama stað kl. 14. Við ætlum að sullast aðeins þannig að krakkarnir þurfa að hafa með sér sundföt eða stuttbuxur eða eitthvað þess háttar sem má blotna, handklæði, t.d. aukaföt og gott hádegisnesti. 

Næsta mánudag, 30. júní, verður svo fótboltaæfing fyrir báða hópana kl. 18-20 og fáum við til okkar góða gesti á þessa sérstöku æfingu og vil ég því endilega hvetja alla krakkana til að mæta og eiga með okkur skemmtilega stund á Kleifum.

Hlökkum til að sjá ykkur :)

25.06.2014 22:44

Leikjadagur nr. 3

Sæl öll.

Leikjadagur nr. 3 er á morgun og við ætlum að hittast kl. 11 í Félagsheimilinu og fara á krakkabíó. Gott að vera klæddur eftir veðri þar sem við ætlum í kubbaspil og fleiri leiki úti við að mynd lokinni. Í boði er bíópopp og Kristall á meðan á sýningu stendur en gott að taka smá nesti með einnig.

Hlakka til að sjá ykkur,

Linda Agnars

25.06.2014 15:55

Stór fótboltaæfing

Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður sameiginleg fótboltaæfing þar sem yngri og eldri hópur eru saman kl. 20:15. 


24.06.2014 22:15

Leikjadagur nr. 2

Leikjadagur nr. 2 verður á morgun og ætlum við að hittast í sundlauginni kl. 11. Minni því á sundföt og létt hádegisnesti og deginum lýkur á sama stað kl. 14.

Kv,Linda Agnars

24.06.2014 15:15

Æfingar kvöldsins inni

Sæl öll.

Íþróttaæfingar kvöldsins hjá báðum hópum verða inni í Íþróttamiðstöðinni í kvöld. 
Jói sér um æfingar í fjarveru Sigmars.

Stjórnin

21.06.2014 17:47

Leikjadagar

Leikjadagar

Við hjá Umf Ármanni ætlum að bjóða upp á leikjadaga fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára dagana 24. júní til 4. júlí (9 virkir dagar). Í boði verður margt skemmtilegt eins og t.d. sund, golf, leikir, krakkablak, gönguferðir, vatnssull og margt fleira. Tíminn er frá kl. 11- 14 og krakkarnir þurfa að koma með hádegisnesti alla dagana. Skráningar þurfa að berast á netfangið [email protected] fyrir mánudaginn 23. júní. Þeir foreldrar sem skrá börn sín fá svo senda nákvæma dagskrá fyrir dagana. Námskeiðið kostar 5000 kr með 2500 kr systkinaafslætti.


Stjórnin
13.06.2014 13:27

Kvennahlaup á morgun !

Sælar konur og stelpur á öllum aldri !

Við minnum á árlegt Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ sem fram fer um land allt á morgun laugardaginn 14. júní. Hér á Klaustri ætlum við að hlaupa frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 og í boði eru þrjár vegalengdir eins og áður, 1, 3 og 5 km. 

Þátttökugjald er 1500 kr fyrir 13 ára og eldri en 1000 kr fyrir 12 ára og yngri. Fyrir þátttökugjald fæst Kvennahlaupsbolur, verðlaunapeningur, buff frá Sjóvá, Kristall og glaðningur frá Nivea.

Frítt fyrir þátttakendur í sund/pottinn að hlaupi loknu.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar í hlaupaskónum á morgun í Íþróttamiðstöðinni.


Stjórnin

10.06.2014 22:47

Tímasetningar æfinga ofl

Sælt veri fólkið.

Tímasetningar á íþróttaæfingum sumarsins:

Mánudagar: Fótbolti yngri hópur (1. - 4. bekkur) kl. 20:15 - 21:15
                              eldri hópur (5. bekkur og eldri) kl. 21:15 - 22:15

Þriðjudagar: Frjálsar yngri hópur (1. - 4. bekkur) kl. 19:30 - 20:30
                              eldri hópur (5. bekkur og eldri) kl. 20:30 - 22:00

Miðvikudagur: Fótbolti yngri hópur (1. - 4. bekkur ) kl. 20:15 - 21:15                                                   
                                 eldri hópur (5. bekkur og eldri) kl. 21:15 - 22:15

Fimmtudagur : Frjálsar yngri hópur (1. - 4. bekkur) kl. 19:30 - 20:30
                                 eldri hópur (5. bekkur og eldri) kl. 20:30 - 22:00


Minnum svo  á Kvennahlaupið á laugardaginn 14. júní kl. 11:00 og svo verður boðið upp á leikjanámskeið síðustu viku júní og fyrstu viku júlí, nánar auglýst síðar. Leikjanámskeiðið er hugsað fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. 

Æfingargjöld verða innheimt fljótlega með kröfum í heimabanka, gjaldskráin er á þessa leið:

frjálsar æfingar 10 þús
fótboltaæfingar 10 þús
báðar æfingar 15 þús
systkinaafsláttur 3 þús


Bestu kveðjur, 

Stjórnin03.06.2014 13:40

Frábært

Sælt veri fólkið.

Í gærkvöldi hittust foreldrar og börn á Kleifarvelli þar sem tekið var til hendinni og vellinum komið í gott form fyrir íþróttaæfingar sumarsins. Við í stjórninni erum ótrúlega glöð með góða mætingu í gær og þökkum því góða fólki sem þar mætti og hjálpaði til. Þökkum Hjalta og Sverri sérstaklega fyrir afnot af traktorum og öðrum tækjabúnaði.


Þessa vikuna er í gangi sundnámskeið fyrir börn fædd 2008 og 2009 í umsjón Jóa íþróttakennara og eftir dag 2 er ekki annað hægt að sjá en að krakkarnir séu vel buslfær og skemmti sér vel. Í dag fengu þau að gjöf sundgleraugu frá Arion banka sem við þökkum kærlega fyrir.


Við minnum foreldra og þá krakka sem ætla að æfa frjálsar og/eða fótbolta á opnu æfinguna í kvöld á Kleifum kl. 19:30. Þar verður fyrirkomulag æfingastarfsins kynnt og tekið við skráningum. 
Allir fá ís að lokinni æfingu :)

Hlökkum til að sjá ykkur öll.


Stjórnin
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar