Sæl öll.
Sundæfingarnar hjá Jóa eru komnar á fullt skrið og verða eins og áður alltaf á mánudögum kl. 17-18 og fyrir krakkana í 3. - 10. bekk.
Nemendur í KBS eru svo tvisvar í viku á íþróttaæfingum, krakkablaki hjá Fanney annars vegar og svo frjálsum hjá Sigmari hins vegar og hefur þátttaka í þeim æfingum verið frábær.
Það sem er svo framundan í félagsstarfinu er t.d. gönguferðir, dansskóli í mars og margt fleira.
Bestu kveðjur,
Stjórnin