Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2013 Ágúst

27.08.2013 22:06

Sumarslútt

Í kvöld slúttuðum við frjálsíþróttasumrinu í íþróttahúsinu með pylsupartýi. Krakkarnir fengu viðurkenningar fyrir ástundun, árangur og fleira og fóru allir heim saddir, sælir og ánægðir með sumarstarfið, eða það vonum við allavega :)

Aðeins að öðru, Kirkjubæjarskóli á Síðu var settur í dag og foreldrar yngstu nemendanna fengu blað heim um íþróttaval sem við hyggjumst standa að í vetur á skólatíma í samstarfi með Íþróttafélaginu Skafta og stendur því nemendum í 1. - 4. bekk til boða að vera í íþróttavali tvo tíma á viku í stað venjulegrar gæslu. 

Minnum á myndaalbúmin okkar hér til hliðar en þar má m.a. finna myndir frá pylsupartýi kvöldsins :)


kveðjur, 

Stjórnin


20.08.2013 19:08

Unglingalandsmót og fleira

Unglingalandsmótið 2013 fór fram á Höfn um Verslunarmannahelgina og fóru frá Umf Ármanni og Umf Skafta fjórir flottir keppendur sem stóðu sig með mikilli prýði og voru félögum sínum til mikils sóma.
Ágrip af árangri þeirra má sjá í nýjasta fréttabréfi okkar en minna má á að öll fréttabréfin er að finna hér á síðunni undir skrár. Einnig er nokkrar myndir frá mótinu að finna hér í myndaalbúmi.

Í kvöld og fimmtudagskvöld eru síðustu frjálsíþróttaæfingar sumarsins en næsta þriðjudagskvöld (27.ágúst) kl. 19:30 er öllum iðkendum boðið í smá sumarslútt þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, viðurkenningar verða veittar og fleira. Nánari upplýsingar koma seinna.

Í dag hófst sundnámskeið fyrir krakka á aldrinum 5-7 ára hjá Jóa íþróttakennara og voru það 8 vaskir sundkappar sem busluðu í lauginni og stóðu sig með prýði. Nokkrar myndir inni í myndaalbúmi hér á síðunni.

Stjórnin

06.08.2013 15:03

Frjálsíþróttaæfingar

Sæl öll. 

Rétt er að árétta að þrátt fyrir að stærstu mótum sumarsins sé kannski lokið þá halda frjálsíþróttaæfingarnar áfram út ágúst eða þar til skóli hefst á ný.

Vonum að krakkarnir verði áfram dugleg að mæta eins og fram að þessu.

Myndir og fréttir frá þátttöku okkar félaga á Unglingalandsmótinu um helgina koma fljótlega hér inn.


Stjórnin
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar