Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2013 Júlí

29.07.2013 13:26

Sundæfingar í frí og Unglingalandsmót

Sundæfingar eru komnar í sumarfrí og verður staðan tekin aftur í haust með framhald. Við þökkum öllum duglegu krökkunum sem hafa mætt og æft af krafti. 

Vonum einnig að þeir sem ætla að mæta á Unglingalandsmótið á Höfn um helgina séu búnir að skrá sig og láta vita með mætingu til Ragnheiðar hjá USVS, sjá auglýsingu í síðasta Vita.

Stjórnin

18.07.2013 17:57

Íþróttaæfing kvöldsins inni

Ath að íþróttaæfing kvöldsins, fimmtudag 18.júlí, verður inni í íþróttahúsi vegna veðurs. Þetta á bæði við um æfingar yngri og eldri hóps.

Stjórnin

18.07.2013 14:43

Unglingalandsmót á Höfn


Kæru félagar.

Um verslunarmannahelgina, 2. - 4. ágúst, fer fram 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði og Umf. Ármann langar til að hvetja félaga sína til að fjölmenna á þessa skemmtilegu hátíð. Þetta er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 til 18 ára reyna með sér í fjölbreyttum íþróttagreinum. Meðal annars er keppt í frjálsum, golfi, hestaíþróttum, sundi og fimleikum. Fyrir utan hina eiginlegu keppni er nóg um að vera fyrir yngri systkini og foreldra og er öll afþreyingardagskrá helgarinnar ókeypis. Má þar m.a. nefna kvöldvökur öll kvöldin, andlitsmálningu, barnaleiktæki, dorgveiðikeppni, fiskasýningu, hoppukastala, fótboltaþrautir, ratleik, listasmiðju og sundleika fyrir 10 ára og yngri. 

Unglingalandsmótið er nú haldið á Höfn í annað skiptið en þar var einnig haldið mót 2007. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur verið mikil síðan á síðasta móti og má nefna nýja stórglæsilega sundlaug og stór knattspyrnuhús. Verið er að útbúa tjaldsvæði í útjaðri bæjarins og verður það svæði vel útbúið með rennandi vatni og snyrtingum skv. reglugerðum auk þess sem allir gestir munu eiga aðgang að rafmagni.

Við í stjórninni viljum hvetja félagsmenn okkar til að fjölmenna á þessa skemmtilegu fjölskylduhátíð og eiga saman skemmtilegar stundir með unga afreksfólkinu okkar þar sem það sýnir kraftinn sem í því býr.

Einnig viljum við taka fram að Umf Ármann ætlar að greiða til hálfs keppnisgjald allra skráðra félagsmanna sinna sem hyggjast keppa á mótinu og er þá gjald keppenda aðeins 3000 kr í stað 6000 kr. Vonum við að þetta komi sér vel.

Hvetjum ykkur krakkar til að drífa í að skrá sig, það er hægt að gera hér: http://skraning.umfi.is/ og við hlökkum til að fylgjast með ykkur á Höfn.

Endilega ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að senda póst á netfangið [email protected]


Stjórnin

12.07.2013 14:45

Íþróttahátíð USVS

Laugardaginn 13. júlí verður Íþróttahátíð USVS haldin í Vík þar sem keppt verður frjálsum íþróttum á íþróttavellinum. 
Keppnin hefst kl:11 og stendur fram eftir degi. 
Þrautabraut veður fyrir 8 ára og yngri þar sem krakkarnir fá að spreyta sig í 60 m hlaupi, langstökki og boltakasti. 
Það er hægt að sjá hvað aðrir flokkar eiga að keppa í inn á http://www.usvs.is/usvs/log-og-reglugerdir/ithrottahatid/.
Einnig óskum við eftir sjálfboðaliðum til að starfa á mótinu. 
Við hjá stjórn Ármanns viljum hvetja alla til að taka þátt og eiga saman góð dag. 
Að lokinni keppni fá allir þátttakendur frítt í sund.

Stjórnin
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar