Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2013 Júní

26.06.2013 16:22

Friðarhlaupið og leikjanámskeið

Á mánudaginn hófst 2 vikna leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára og byrjuðu krakkarnir fyrsta daginn á því að taka á móti hlaupurum í Friðarhlaupinu 2013 sem hófst í Reykjavík 20.júní og stendur yfir í 3 vikur. Friðarhlauparar komu hér einnig 2011 og tóku krakkarnir þá einnig á móti þeim. Í þetta sinn komu þeir með friðartré sem að krakkarnir gróðursettu fyrir framan skólann og verður gaman að fylgjast með því dafna og stækka. Í myndaalbúmi hér til hliðar á síðunni má sjá skemmtilegar myndir frá þessu öllu saman. 
Frekari upplýsingar um hlaupið má finna á www.fridarhlaup.is.

Minnum einnig á að vikulegt fréttabréf félagsins má finna hér á síðunni undir skrár. 


Stjórnin

21.06.2013 13:33

rangt netfang í auglýsingu

Athugið að netfang misritaðist í auglýsingu um leikjanámskeið, skráningar eiga að sendast á netfangið [email protected]

Biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

Stjórnin

18.06.2013 20:43

Æfingar og leikjanámskeið

Minnum á frjálsíþróttaæfingarnar alla þriðjudaga og fimmtudaga, yngri deild (yngri en 11 ára) kl. 19:30 - 20:30 og eldri deild kl. 20:30-22:00.

Sundæfingar alla daga kl. 10-11 (fyrir hádegi) með Jóa fyrir krakka 10-18 ára, hvetjum fleiri til að mæta og vera með, ekki þarf að skrá sig heldur bara mæta í laugina með bros á vör :)

Fylgist með Vitanum á fimmtudag þar sem upplýsingar birtast um leikjanámskeiðið sem hefst á mánudaginn 24. júní.


Að lokum má svo nefna að hér á síðunni er hægt að velja skrár og finna þar undir öll fréttabréf félagsins sem send hafa verið út. Ef þú hefur áhuga á að vera á póstlista og fá fréttabréfið í tölvupósti geturðu sent Erlu Þórey póst þess efnis á [email protected]


Stjórnin

09.06.2013 16:55

Sundæfingar

Nú eru að hefjast sundæfingar undir handleiðslu Jóa íþróttakennara (Jóhanns Gunnars Böðvarssonar) og verður fyrsta æfing á morgun, mánudag, kl. 10. Framvegist verða æfingarnar alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 10-11. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir krakka á aldrinum 10 -18 ára. 

Sundnámskeið verður auglýst seinna í sumar en það mun verða í fyrrihluta ágúst fyrir krakka á aldrinum 5-7 ára.Stjórnin


09.06.2013 16:33

Kvennahlaupið

Í gær hlupu 25 þátttakendur í Kvennahlaupi Sjóvá og ÍSÍ á Klaustri og voru vegalengdir ýmist 1, 3 eða 5 km. Bestu tímana áttu:

1 km:
Amelía Íris Unnarsdóttir (f. 2008) 7,34 mín
Iðunn Kara Davíðsdóttir (f.2009) 7,56 mín

3 km:
Elísabet Sigfúsdóttir 17,10 mín
Anna Magdalena Buda 17,29 mín
Jenný Klara Unnarsdóttir 18,37 mín

5 km:
Þuríður Karlsdóttir 33,54 mín
Freyja Karlsdóttir 34,15 mín
Hafsteinn Guðmannsson 34,16 mín

Myndir af þessu duglega fólki og öllum hinum sem hlupu má finna í myndaalbúmi hér til hliðar.


Við þökkum kærlega öllum þátttakendum fyrir að mæta og hlaupa með okkur þrátt fyrir að nokkur væta væri í lofti. Hlökkum til að endurtaka leikinn að ári :)Stjórnin

07.06.2013 12:05

Frjálsíþróttaæfingar

Frábær byrjun á flottu frjálsíþróttasumri í gær þar sem fyrsta æfing sumarsins fór fram á Kleifum. Líklega verður hópurinn 20-25 krakkar á aldrinum 5-15 ára sem ætla að æfa af krafti í sumar undir handleiðslu Sigmars Helgasonar. 

Það verður gaman að fylgjast með krökkunum í sumar á æfingum og mótum og um að gera fyrir foreldra eldri krakkanna að taka frá Verslunarmannahelgina svo við getum fjölmennt á Unglingalandsmót á Höfn.

Hér til hliðar er myndaalbúm sem mun innihalda skemmtilegar myndir af frjálsíþróttastarfinu í sumar, bæði æfingum, mótum og öðrum uppákomum. 
Duglegu krakkarnir voru í gær eftir æfingu leystir út með frostpinnum sem voru í boði Auðar og Gumma í Skaftárskála og þökkum við þeim kærlega fyrir áframhaldandi stuðning við okkur :D
 
Bendum þeim krökkum á sem ekki komust í gær að æfingar verða í sumar á Kleifum alltaf á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum og yngri hópurinn (10 ára og yngri) verður frá kl. 19:30- 20:30 og eldri hópurinn (11 ára og eldri) verður frá 20:30 - 22:00.

Æfingagjald verður 10.000 kr fyrir allt sumarið en systkinaafsláttur er í boði. Rukkun fyrir æfingagjöld verður send út núna um miðjan mánuð.

Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa samband á netfangið [email protected]

Stjórnin

03.06.2013 17:50

Gönguátaki lokið

Nú er gönguátakinu okkar 9 leiðir á 9 vikum lokið og var síðasta gönguferðin núna á laugardaginn 1. júní og löbbuðum við þá inn dalinn hjá Geirlandi og Mörk að gömlu rafstöðinni.
Við viljum þakka þeim sem komu og gengu með okkur í þessum ferðum kærlega fyrir samveruna og þó að hinu formlega gönguátaki sé lokið er sjálfsagt að halda áfram að ganga þar sem ganga er holl fyrir okkur öll og heilsubót. 
Það er aldrei að vita nema skellt verði í eina og eina gönguferð seinna í sumar og verða þær ferðir auglýstar hér á síðunni okkar.
Einnig má minna á myndaalbúm hér til hliðar þar sem skoða má myndir úr ferðunum.

Framundan er að hefja frjálsíþróttastarf sumarsins og minnum við á vinnudag á Kleifum annað kvöld, þriðjud. 4. júní kl. 19:30, og svo opna frjálsíþróttaæfingu fyrir allan aldur á Kleifum kl. 19:30 á fimmtudagskvöldið 6. júní.

Svo í lokin minnum við á árlegt Kvennahlaup Sjóvá en hlaupið verður á laugardaginn 8. júní frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 og hægt er að velja um vegalengdirnar 1, 3 og 5 km.

Hlökkum til að sjá ykkur,


Stjórnin
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar