Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2013 Apríl

26.04.2013 16:52

Gangan á morgun

Sæl öll.

Við minnum á gönguna á morgun, för er heitið á Ástarbrautina og verður lagt af stað frá Systrafossi stundvíslega kl. 13:00. Gangan er upp á móti fyrst til að byrja með en svo auðveld á jafnsléttu þar til rétt í endann. Þetta er auðveld og skemmtileg gönguleið sem býður upp á frábært útsýni yfir Klaustur, Landbrotshólana og annað nánasta nágrenni. Leiðin telur ca. 4 km.

Hvetjum alla til að mæta og fá sér hressandi skemmtigöngu áður en haldið er á kjörstað til að kjósa rétt :)


Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórnin24.04.2013 23:45

Framundan

Sæl öll !

Nú er krakkablakið komið í frí fram á haust og blakdeild eldri fer fljótlega í sumarfrí eftir að hafa (vonandi) sýnt snilldartakta á öldungarmótinu HKarlinum í Kópavogi um og eftir helgina.

Framundan í íþróttastarfinu er nóg að gera, við minnum á fjórðu gönguferðina í átakinu okkar 9 leiðir á 9 vikum á laugardaginn en þá ætlum við að ganga Ástarbrautina á Klausturheiði. Gangan hefst kl. 13:00 við fossinn. 

Áætlað er að byrja frjálsíþróttaæfingar um mánaðarmótin maí/júní og einnig minnum við á árlegt leikjanámskeið félagsins sem verður fyrstu tvær vikur í júlí og er það fyrir krakka fædd 2001-2007. Nánar auglýst þegar nær dregur.

Endilega sendið okkur línu á netfangið [email protected] eða skilaboð á facebook síðu félagsins ef þið hafið spurningar eða viljið leggja eitthvað annað til málanna, hlökkum til að heyra í ykkur :)


Stjórnin

23.04.2013 13:27

Krakkablak í dag !

Minnum á krakkablakið eftir skóla í dag !


Stjórnin

21.04.2013 21:57

9 leiðir á 9 vikum

Í gær gengum við skemmtilega leið um Stjórnarsand - landgræðsluskóg og hægt er að skoða nýjar myndir í myndaalbúminu hér til hliðar.

Næsta laugardag, 27. apríl, er áætlað að ganga Ástarbrautina á Klausturheiði og hittumst við á hlaðinu við Systrafoss kl. 13. Þetta er leið sem margir þekkja og hafa farið, hún er tæpir 5 km og frekar auðfarin eftir smá bratta í byrjun göngu.

Hlökkum til að fá ykkur sem flest með í labbið!


Stjórnin

17.04.2013 21:06

Næsta gönguferð

Næsta gönguferð er á laugardaginn 20. apríl kl. 13 og ætlunin er að rölta aðeins um Stjórnarsand og landgræðsluskóginn. Þetta er mjög létt ganga, ca. 4 km á sléttum slóðum og hentar vel fullorðnum sem og börnum. Við hittumst við hliðið inn í skógræktina sem er um 100 metra frá þjóðveginum eftir að keyrt er í ca. 700 m útfrá hringtorginu við Skaftárskála. Bílum er hægt að leggja þar við hliðið. 

Hlökkum til að sjá sem flesta á gönguskónum : )


Stjórnin
14.04.2013 19:38

Nýjar myndir

Nú höfum við lokið 2 gönguferðum af 9 í átakinu okkar og hér til hliðar er hægt að skoða myndir úr ferðunum í myndaalbúmi. Í fyrstu ferðinni sem var farin út að Systrastapa voru göngugarpar í kringum 10 talsins en í seinni ferðinni sem var Hæðargarðsleið í Landbroti voru göngugarpar yfir 20. Við erum mjög ánægð með þessa góðu þátttöku.

Hvetjum alla til að fylgjast vel með hér á síðunni og koma með okkur í gönguferð næsta laugardag kl. 13. Nánari upplýsingar um þá ferð má finna hér á síðunni á næstu dögum.


Bestu kveðjur,

Stjórnin

11.04.2013 17:46

Gönguferð á laugardaginn

Halló göngugarpar.

Nú fer að líða að gönguferð nr. 2 í gönguátakinu okkar 9 leiðir á 9 vikum og er stefnan tekin á Hæðargarðsleið í Landbroti. Gengið er á jafnsléttu eftir mosa- og vegslóða og er leiðin öll um 9 km (ca. 2 klst) og hentar bæði fullorðnum sem krökkum. 
Lagt verður af stað frá Skaftárskála kl. 13 á laugardaginn 13. apríl.

Hvetjum fólk til að reima á sig gönguskóna og koma með í skemmtilega ferð um nágrennið okkar.

StjórninUngmennafélagið Ármann's photo.08.04.2013 22:06

Krakkablak

Minnum á krakkablakið á morgun kl. 16-17.

Allir krakkar velkomnirStjórninp.s. nýjar myndir komnar í krakkablaksalbúmið hér til hliðar :)

04.04.2013 15:29

9 leiðir á 9 vikum

Sælir göngugarpar.

Við minnum á gönguátakið okkar 9 leiðir á 9 vikum. 

Fyrsta gönguferðin verður á laugardaginn 6. apríl kl. 13:00 og hefst gangan á hlaðinu við Systrafoss. 
Sjá einnig auglýsingu í Vita gærdagsins.

Allir velkomnir og tekið skal fram að þessi gönguleið hentar vel fullorðnum og börnum, hún er ca. 5 km (fram og tilbaka) og tekur um 100 mín.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,

Stjórnin01.04.2013 15:48

Krakkablak

Krakkablak


Áætlað er að hafa krakkablak alla þriðjudaga á milli kl. 16-17 í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri, hvetjum alla krakka til að mæta og skemmta sér saman í blaki. Um æfingarnar sjá vaskar konur úr blakdeild Ármanns. Stefnt er á æfingar á þriðjudögum fram á vor og verður svo staðan tekin um áframhald miðað við áhuga og mætingu.

Hægt er að sjá myndir úr krakkablakinu í samnefndu myndaalbúmi hér til hliðar á síðunni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á morgun,


Stjórnin


Two boys playing ball - stock vector  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar