Krakkarnir í KBS dansa þessa dagana af sér skóna undir góðri handleiðslu Jóns Péturs danskennara. Víð í "eldri deildinni" verðum þó ekki alveg skilin út undan þar sem við ætlum að nýta Jón Pétur aðeins betur og fá hann til að vera með okkur einu sinni áður en hann heldur á ný til höfuðborgarinnar.
.
Við ætlum að hittast í Íþróttamiðstöðinni kl. 20:15 á fimmtudagskvöldið 7. mars n.k. og eiga saman góða kvöldstund.
Allir velkomnir hvort sem þeir eru einstakir eða par og kostar ekki krónu.
Hlökkum til að hitta ykkur hress og kát á lakkskónum : )
Með kveðju, Stjórnin