Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2013 Mars

14.03.2013 15:38

Vantar fulltrúa á þing

Umf Ármann vantar 2-4 fulltrúa til að mæta fyrir hönd félagsins ásamt formanni á ársþing USVS næsta laugardag í Leikskálum í Vík. Fulltrúar taka þátt í umræðum og kosningum.

Ef einhver hefur áhuga á að koma með sendið endilega skilaboð á fésbókarsíðu Umf Ármanns eða á netfangið [email protected]


Stjórnin

12.03.2013 21:02

Ný stjórn

Á aðalfundi Umf Ármanns í gær var m.a. stofnuð blakdeild félagsins og ný stjórn kosin.
Stjórnina skipa Linda Agnarsdóttir formaður, Dagbjört Agnarsdóttir ritari, Erla Þórey Ólafsdóttir gjaldkeri, Sunneva Kristjánsdóttir meðstjórnandi, Karítas Heiðbrá Harðarsdóttir meðstjórnandi, Bjarni Bjarnason varamaður og Eygló Kristjánsdóttir varamaður.

04.03.2013 22:25

Danskvöld á fimmtudag

Krakkarnir í KBS dansa þessa dagana af sér skóna undir góðri handleiðslu Jóns Péturs danskennara. Víð í "eldri deildinni" verðum þó ekki alveg skilin út undan þar sem við ætlum að nýta Jón Pétur aðeins betur og fá hann til að vera með okkur einu sinni áður en hann heldur á ný til höfuðborgarinnar.
Við ætlum að hittast í Íþróttamiðstöðinni kl. 20:15 á fimmtudagskvöldið 7. mars n.k. og eiga saman góða kvöldstund.

Allir velkomnir hvort sem þeir eru einstakir eða par og kostar ekki krónu.


Hlökkum til að hitta ykkur hress og kát á lakkskónum : )


Með kveðju, Stjórnin
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar