Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2012 Október

21.10.2012 21:25

Íþróttadagurinn mikli

Á föstudaginn var mikið húllum hæ í Íþróttamiðstöðinni þar sem Umf Ármann, Umf Skafti og Umf Katla héldu sameiginlegan íþróttadag. Í heimsókn komu 5. - 10. bekkir Víkurskóla og öttu kappi við sömu bekki Kirkjubæjarskóla í kýló, fótbolta og sundi. Að lokinni spennandi og drengilegri keppni fengum við okkur dýrindis pizzur frá Systrakaffi, fórum í leiki og héldum smá diskótek. Allir voru sammála um að dagurinn hefði heppnast vel og fóru gestirnir frá Vík glaðir heim á leið. Íþróttafólk KBS var félögum sínum til sóma og sýndu snilldartakta í öllum greinum. Hér í myndaalbúmi er hægt að sjá myndir frá deginum.

Þakkir fyrir aðstoð fá Gummi og Auður á Systrakaffi, Agnar og Svenni skólabílstjórar, Unnar Steinn og starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar : - )

Stjórnin

02.10.2012 20:04

Ýmislegt á döfinni

USVS búningar og verðlaunapeningar frá íþróttamótinu í Vík sem eiga eftir að skila sér til viðtakenda verða afhentir á mánudaginn 8. okt. Þeir sem eiga eftir að fá pantaða búninga afhenta heyra frá Lindu á mánudag.

4-12-07_06b.jpg

 

Á döfinni er margt skemmtilegt eins og t.d. Stóri íþróttadagurinn 19. okt þar sem 5. - 10. bekkur KBS fær í heimsókn 5. - 10. bekk Víkurskóla og keppt verður í skemmtilegum greinum og haldin skemmtileg kvöldvaka, nánar um það seinna.

Á morgun kemur auglýsing í Vitanum frá leikdeild Umf Ármanns um áætlað leiklistarnámskeið í okt.

 


Ef þið eigið einhverjar myndir frá mótum sumarsins eins og t.d. Unglingalandsmóti oþh sem við mættum setja inn á síðu USVS þiggjum við þær með þökkum. Endilega sendið myndir á [email protected]

Bestu kveðjur, Stjórnin

  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar