Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2012 Júní

29.06.2012 14:11

LEIKJANÁMSKEIÐ

Leikjanámskeið sumarsins hefst á mánudag 2. júlí og verður til og með 13. júlí. Námskeið stendur yfir alla virka daga frá kl. 12 - 15. 

Umsjónarmaður er Jóhann Gunnar Böðvarsson.

Verð á barn er 7000 kr fyrir báðar vikur en í boði er systkinaafsláttur.

Námskeið er fyrir börn fædd 2000-2006, krakkarnir koma sjálfir með nesti alla dagana nema látið sé vita af öðru og hafa með sér aukaföt til útiveru.

Skráningar sendast á [email protected] fyrir sunnudagskvöldið 1.júlí kl. 21:00.

Ef einhverjar ábendingar eða spurningar brenna á þér þá endilega sendu okkur póst á [email protected]
Stjórnin

27.06.2012 22:37

Leikjanámskeið

Leikjanámskeið sumarsins hefst á mánudag og verður í boði í tvær vikur, 2. - 13. júlí. Nánari upplýsingar verða auglýstar á föstudag. Umsjónarmaður verður Jóhann Gunnar Böðvarsson.
 
Ef einhverjar spurningar vakna þangað til er velkomið að hafa samband á [email protected]


Stjórnin

26.06.2012 15:41

Kvennahlaupsbolir

Við eigum ennþá örfáa Kvennahlaupsboli sem við ætlum að selja á 300 kr. 
Fallegir rauðir bolir sem henta vel í íþróttirnar eða bara málningarvinnuna.

Ef þú vilt kaupa bol hafðu þá samband á netfangið [email protected]


Stjórnin

16.06.2012 19:28

Kvennahlaup Sjóvá

Í dag hlupu/löbbuðu/hjóluðu 26 vaskar konur á öllum aldri (reyndar voru þrír kk í hópnum :) í Kvennahlaupi Sjóvá. 

Ragnhildur Andrésdóttir hljóp 5 km á 33 mín, Elísabet Sigfúsdóttir hljóp 5 km á 42 mín og Ragnhildur Ragnarsdóttir fór 5 km á 58 mín.

Dagbjört Agnarsdóttir fór 3 km á 27 mín, Sallý Ragnarsdóttir fór 3 km á 29 mín, Guðveig Hrólfsdóttir fór 3 km á 30 mín, Björk Ingimundardóttir fór 3 km á 31 mín.

Eygló Kristjánsdóttir fór rúma 2 km á 28 mín og 18 aðrar fóru kílómeterinn.

Ungmennafélagið þakkar kærlega öllum sem komu í dag og lögðu málefninu lið.
Myndir væntanlegar í myndaalbúmið.

Stjórnin

07.06.2012 13:40

Opin æfing

Minni alla á að fjölmenna á opna æfingu á Kleifum í kvöld kl. 19:30 og starta skemmtilegu æfingarstarfi í sumar : )


  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar