Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2012 Mars

20.03.2012 18:18

Nýjar myndir

Hægt er að sjá myndir af danskennslunni í KBS á heimasíðu skólans:
Stjórnin

19.03.2012 17:07

Dans í kvöld !

Í dag dönsuðu krakkarnir í skólanum og stóðu sig öll með prýði en nú er komið að okkur sem erum 16 ára og eldri.
 
Við hvetjum ykkur til að mæta í Íþróttamiðstöðina í kvöld kl. 20:00 og eiga skemmtilega dansstund með Jóni Pétri danskennara.

Aðgangur ókeypis og verða tímar einnig á sama stað og sama tíma á miðvikudags-, og fimmtudagskvöld : )

Allir að mæta og eiga svo frábæra stund saman  :O D


Stjórnin

12.03.2012 18:17

Dans Dans Dans

Dustum rykið af dansskónum !

Umf Ármann og Kirkjubæjarskóli ætla að bjóða nemendum skólans upp á danskennslu vikuna 19. -23. mars n.k. frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru og verður sú kennsla á skólatíma. 
Nánari upplýsingar verða sendar á foreldra og forráðamenn.
Danskennari verður hinn víðfrægi Jón Pétur Úlfljótsson.
Fyrir 16 ára og eldri verða einnig tímar á mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20:00 - 21:15 og senda þarf skráningu á [email protected] fyrir föstudaginn 16. mars.
 
Ef fólk verður svo ekki búið að dansa af sér skóna yfir vikuna er aldrei að vita nema smellt verði í smá danshitting sem verður öllum opinn á föstudagskvöldinu 23. mars.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,

Stjórnin

02.03.2012 18:05

Nýjar myndir

Endilega kíkið á facebook-síðu Umf Ármanns og skoðið nýtt myndaalbúm með myndum frá frjálsíþróttamóti USVS sem fram fór á Klaustri 26. feb s.l. 

Einnig getið þið orðið vinir okkar á síðunni og fylgst vel með því sem framundan er í starfinu.

Ef einhver á myndir frá mótinu eða öðrum íþróttaviðburðum innan USVS þætti okkur vænt um að fá að setja þær hér inn eða á facebook-síðuna. 
Hægt er að senda okkur póst á [email protected]


Stjórnin
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar