Dustum rykið af dansskónum !
Umf Ármann og Kirkjubæjarskóli ætla að bjóða nemendum skólans upp á danskennslu vikuna 19. -23. mars n.k. frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru og verður sú kennsla á skólatíma.
Nánari upplýsingar verða sendar á foreldra og forráðamenn.
Danskennari verður hinn víðfrægi Jón Pétur Úlfljótsson.
Fyrir 16 ára og eldri verða einnig tímar á mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20:00 - 21:15 og senda þarf skráningu á
[email protected] fyrir föstudaginn 16. mars.
Ef fólk verður svo ekki búið að dansa af sér skóna yfir vikuna er aldrei að vita nema smellt verði í smá danshitting sem verður öllum opinn á föstudagskvöldinu 23. mars.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
Stjórnin