Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2012 Janúar

16.01.2012 17:39

Íþróttamaður Skaftárhrepps 2011

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og vinir nær og fjær.

Íþróttastarfið er hafið á ný eftir jóla- og áramótafrí og spennandi tímar framundan. 

Íþróttaæfingar eru hafnar á ný á vegum félagsins í Íþróttamiðstöðinni á skólatíma og langflestir nemendur frá 1. bekk til 10. bekkjar sem iðka þar hinar ýmsu íþróttir undir handleiðslu Sigmars og Jóa íþróttakennara.
Þar sem EM í handbolta er á næsta leiti töldum við að gaman gæti verið að halda eins og 1 - 2 handboltaæfingar og kynna krakkana aðeins fyrir þeirri íþrótt og aldrei að vita nema nokkrar myndir af þeim afrekum rati hér inn á síðuna. 

Á laugardaginn 14. jan voru tilnefningar til Íþróttamanns Skaftárhrepps 2011 kynntar. 
Tilnefningar hlutu Ármann Daði Gíslason fyrir afrek sín í frjálsum íþróttum, Jóhann Gunnar Böðvarsson fyrir afrek sín í fótbolta og Kristín Lárusdóttir fyrir afrek sín í hestaíþróttum.

Íþróttamaður Skaftárhrepps 2011 er Kristín Lárusdóttir og er hún svo sannarlega vel að titlinum komin. Kristín hefur verið virkur og vel metinn félagsmaður Umf Ármanns til margra ára og liggja afrek hennar jafnt í hestamennskunni, frjálsum íþróttum og fleiri greinum.

Fyrir hönd félagsmanna Umf Ármanns óskum við Kristínu innilega til hamingju með titilinn : )


Stjórnin


  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar