Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2011 Júní

17.06.2011 23:22

Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna þið sem mættuð á 17.júní hátíðina í dag, mæting fór framar vonum og vonandi allir hressir og kátir með daginn.

Framundan er hestanámskeið Kóps sem hefst núna á sunnudag og svo leikjanámskeið ásamt því að íþróttaæfingar fara að hefjast, fylgist með á síðunni : )

15.06.2011 17:51

17.júní

Hvetjum alla til að mæta á 17.júní gleðina á Klaustri, hátíðin hefst með skrúðgöngu frá Skaftárskála kl. 14, ýmislegt skemmtilegt í boði, kaffisala, grillaðar pylsur, tónlist, andlitsmálun fyrir börnin, útileikir og óvæntur glaðningur úr lofti (og þá erum við ekki að tala um rigningu : ) 

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórnin

14.06.2011 15:00

Á döfinni

Fylgist með Vitanum á morgun, auglýsingar og upplýsingar um 17.júní hátíðarhöldin, leikjanámskeið og íþróttaæfingar sumarsins : )

11.06.2011 13:56

MÍ 11-14 ára

Mig vantar sjálfboðaliða til að aðstoða með mælingar á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer í Vík helgina 25.-26. júní n.k. 

Áhugasamir sendi póst á [email protected]


04.06.2011 15:41

Kvennahlaup 4.júní

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram um land allt í dag og á Klaustri hlupu 34 konur (og Emil emoticon ) í blíðskaparveðri.

Bestu tímar voru:

Margrét Einarsdóttir (Lilla) fór 1 km á 11:50 mín
Ragnheiður Grétarsdóttir fór 3 km á 18:22 mín
Þórdís Högnadóttir fór 3 km á 18:50 mín
Ragnhildur Andrésdóttir fór 3 km á 19:45 mín
Ilmur Emilsdóttir fór 5 km á 28:50 mín
Margrét Loftsdóttir fór 5 km á 28:51 mín


Þökkum við öllum þessum frábæru og vösku konum (og Emil) fyrir þátttökuna og stuðning sinn við íþróttastarfið, endilega kíkið á myndir í myndaalbúmi hér til vinstri
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar