Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

Færslur: 2018 Október

31.10.2018 15:36

Innanhúsmót í knattspyrnu

Innanhúsmót í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 10. nóvember n.k. í Íþróttamiðstöðinni í Vík.
Mótið hefst kl. 10:00.
Ungmennafélögin á svæðinu sjá um liðsskipan.
Keppt verður í þremur flokkum:

a) Fullorðinsflokkur
b) Flokkur 11 - 16 ára (bæði kyn spila saman)
c) Flokkur 10 ára og yngri ( bæði kyn spila saman)

Spilað verður í hraðmótastíl. Það þýðir að hver flokkur verður kláraður áður en byrjað verður á næsta.

Liðaskráningar skal senda á usvs@usvs.is í síðasta lagi fimmtudaginn 8. nóvember n.k.


Stjórn USVS

08.10.2018 15:08

Æfingar í næstu viku

Minnum á að í næstu viku hefjast frjálsíþróttaæfingar fyrir 1. - 10. bekk á þriðjudag og sundæfingar fyrir 2. - 4. bekk á miðvikudag. Foreldrar nemenda KBS fengu tölvupóst fyrir helgi varðandi þetta.

Kv, Linda Agnars og Kasia
  • 1
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 81
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 176145
Samtals gestir: 32482
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:49:38

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar