Ungmennafélagið Ármann
Verið velkomin á heimasíðuna okkar


Færslur: 2013 Desember

31.12.2013 22:19

gleðilegt nýtt ár

Sælir félagsmenn.

Víð óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum kærlega fyrir góðar samverustundir á árinu sem er að líða. 
Hlökkum til að æfa með ykkur á nýju ári :)


fyrir hönd stjórnar, Linda Agnars16.12.2013 16:55

Ótitlað

Sæl öll.

Í dag mánudag er síðasta sundæfingin fyrir jólafrí en æfingar hefjast svo aftur um leið og skólinn á nýju ári. Í þessari viku er einnig síðasta frjálsíþróttaæfingin á fimmtudag og um að gera að mæta á góða æfingu fyrir féló, nægur tími til að vera latur í jólafríinu :)

Við viljum endilega benda jólasveinum þarna úti á að Ungmennafélagið er að selja stóra flotta sleikjóa sem passa vel í skó hjá góðum íþróttakrökkum auk þess sem við erum að selja friðarljós (stóru rauðu útikertin) á 700 kr og rennur ágóði óskertur til félagsstarfsins. 
Áhugasamir hafi samband við Erlu Þórey eða Lindu.

Þökkum um leið öllum þeim sem greitt hafa valgreiðslur félagsins í heimabanka kærlega fyrir stuðninginn  :)
Stjórnin
  • 1


Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Fanney Ólöf

Kennitala:

4404790149

Bankanúmer:

0317-26-003451

Tenglar