Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

21.02.2017 14:28

Innanhúsmót USVS og fótboltafjör

Sælir félagar.

Innanhúsmót USVS í frjálsum íþróttum verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri sunnudaginn 26. febrúar n.k. og hefst mótið kl. 10:00.
Skráningar berist á netfangið usvs@usvs.is, í síðasta lagi sólarhring fyrir mót. Skráning skal innihalda nafn og kt. keppenda og þær greinar sem viðkomandi hyggst taka þátt í.
Nánari upplýsingar um mótið og keppnisgreinar má nálgast á heimasíðu USVS, www.usvs.is, undir lög og reglugerðir USVS.

Við hvetjum alla, unga sem aldna, til að taka þátt og hafa gaman saman.


Innanhúsmót í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 4. mars n.k. í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri og hefst mótið kl. 10:00.
Ungmennafélögin í Vík og Skaftárhreppi sjá um liðsskipan, leikið verður eftir reglugerð um knattleiki sem finna má á heimasíðu USVS, www.usvs.is.


Stjórnin

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 173557
Samtals gestir: 31366
Tölur uppfærðar: 16.11.2018 13:22:23

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar