Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

31.05.2016 12:25

Kvennahlaup Sjóvá laugardaginn 4. júní

Minnum á Kvennahlaup Sjóvá á laugardaginn 4. júní. 

Hlaupið hefst kl. 11:00 í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri og hægt er að velja um þrjár vegalengdir, 1 km, 3 km og 5 km.
Í lok hlaups er frítt í sund og pottinn og bolnum fylgir verðlaunapeningur, kaldur drykkur og glaðningur frá Nivea. 

Við hvetjum hressar konur á öllum aldri til að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa saman í skemmtilegum félagsskap á laugardaginn :) 

Verð á bolunum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Bolirnir í ár eru í fallegum blágrænum lit, sjá hér að neðan :)

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórnin


Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 217
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 179825
Samtals gestir: 33466
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 20:12:53

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar