Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

05.09.2015 15:25

Íþróttahátíð og vetraræfingar

Sælt veri fólkið.

Fyrir tæpri viku fór fram Íþróttahátíð USVS í Vík og stóðu liðsmenn Umf. Ármanns sig með stakri prýði eins og ávallt og voru ófá gleðiskref tekin upp og niður verðlaunapallinn. USVS hefur ekki gefið upp sigurvegara stigakeppna en þau úrslit eru vonandi væntanleg fljótlega. Þrátt fyrir það getum við sagt að félagið er óendanlega stolt af sínum keppendum og þeirra framgöngu á mótinu, fyrirmyndarkrakkar og ungmenni sem við eigum hér í sveitinni.

Núna er stutt æfingafrí, krakkarnir eru að sjálfsögðu í íþróttum í skólanum, en hefðbundnar æfingar félagsins hefjast núna í byrjun október og verður til að byrja með boðið upp á krakkablak og fótbolta. Á mánudögum verður krakkablak með Fanney Lárusdóttur og á þriðjudögum verða fótboltaæfingar í umsjón Gunnars Péturs Sigmarssonar. Við auglýsum æfingar og skráningar á þær nánar síðar.

Stjórnin
Flettingar í dag: 3
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 150297
Samtals gestir: 27239
Tölur uppfærðar: 21.5.2018 01:31:53

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar