Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

07.06.2015 22:44

Kleifardagur og frjálsíþróttaæfing

Sæll öll.

Kleifarkvöld verður haldið mánud. 8. júní n.k. kl. 19:30 og hvetjum við félagsmenn og aðra til að mæta með verkfæri og koma í sameiningu vellinum í gott form fyrir æfingastarf krakkanna okkar í sumar.

Fyrsta frjálsíþróttaæfingin verður svo á þriðjud. 9. júní kl. 19:30 og eiga þá allir krakkar sem ætla að æfa í sumar að mæta og skrá sig. Æfingin verður stutt og skemmtileg og ís í boði að henni lokinni. Um æfingarnar í sumar sér Sigmar Helgason.

Æfingaplan sumarsins verður eins og í fyrra: frjálsar á þriðjudögum og fimmtudögum og fótbolti á mánudögum og miðvikudögum. Athugið að fótboltaæfingarnar hefjast 22. júní og um þær sér Snædís Sól Böðvarsdóttir.

Kvennahlaupið fer fram 13. júní n.k. og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11. Þátttökugjald er 1500 kr en 1000 kr fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í þátttökugjaldi er Kvennahlaupsbolurinn, verðlaunapeningur og glaðningur í lok hlaups. Frítt verður í sundlaug og heita pottinn fyrir þær sem hlaupa. Vegalengdir eru 1, 3 og 5 km.

Annað framundan eru t.d. Leikjadagar í lok júní og byrjun júlí.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar umfarmann.123.is og Facebook-síðu félagsins

Stjórnin

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 81
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 176145
Samtals gestir: 32482
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:49:38

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar