Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

08.03.2017 16:02

Blaknámskeið 11. og 12. mars n.k.

Myndaniðurstaða fyrir volleyball pics cartoon BLAKNÁMSKEIÐ 11. - 12. MARS N.K.Blaknámskeið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri, helgina 11. og 12. mars n.k. fyrir káta krakka, kjarnakonur og karla sem þora.

Hópaskipting er eftirfarandi:

Laugardag kl. 9-12, eldra blak og kl. 13-15 krakkablak
sunnudag kl. 9-11 krakkablak og kl. 12-15, eldrablak

Gjald er 1500 kr fyrir krakka 6-16 ára og 3000 kr fyrir eldri.

Allir hjartanlega velkomnir, vanir sem óvanir.

Skráningar sendist á netfangið linda@klaustur.is, í gegnum Facebook eða í síma 6904711 fyrir hádegi á föstudag 10. mars n.k. Upplýsingar veittar með sömu leiðum.

Námskeiðið verður í umsjón Ástu Gylfadóttur íþróttafræðings og blakþjálfara.


Stjórn Umf. Ármanns


27.02.2017 14:29

Innanhúsmót í knattspyrnu

Sælir félagar.

Innanhúsmót USVS í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 4. mars n.k. í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri og hefst mótið kl. 14:00. Athugið breyttan tíma frá fyrri auglýsingu.

Ungmennafélögin í Vík og Skaftárhreppi sjá um liðsskipan, leikið verður eftir reglugerð um knattleiki sem finna má á heimasíðu USVS, www.usvs.is.

Keppt er í flokkunum 12 ára og yngri, 13- 15 ára og 16 ára og eldri.

Skráningum þarf að vera búið að skila inn í síðasta lagi miðvikudaginn 1. mars n.k.
Nemendur Kirkjubæjarskóla fara heim í dag með skráningarblöðin.

Með kveðju, Stjórnin

24.02.2017 14:06

Frjálsíþróttaæfingar fyrir mót

Opin frjálsíþróttaæfing verður föstudaginn 24. febrúar kl. 14-16 og laugardaginn 25. febrúar kl. 10-12. Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöðinni Klaustri í umsjón Sigmars Helgasonar. Farið verður yfir þær greinar sem keppt verður í á Innanhúsmóti USVS á sunnudag.

Hvetjum alla til að mæta :)
Stjórnin

21.02.2017 14:28

Innanhúsmót USVS og fótboltafjör

Sælir félagar.

Innanhúsmót USVS í frjálsum íþróttum verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri sunnudaginn 26. febrúar n.k. og hefst mótið kl. 10:00.
Skráningar berist á netfangið usvs@usvs.is, í síðasta lagi sólarhring fyrir mót. Skráning skal innihalda nafn og kt. keppenda og þær greinar sem viðkomandi hyggst taka þátt í.
Nánari upplýsingar um mótið og keppnisgreinar má nálgast á heimasíðu USVS, www.usvs.is, undir lög og reglugerðir USVS.

Við hvetjum alla, unga sem aldna, til að taka þátt og hafa gaman saman.


Innanhúsmót í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 4. mars n.k. í Íþróttamiðstöðinni á Klaustri og hefst mótið kl. 10:00.
Ungmennafélögin í Vík og Skaftárhreppi sjá um liðsskipan, leikið verður eftir reglugerð um knattleiki sem finna má á heimasíðu USVS, www.usvs.is.


Stjórnin

31.01.2017 14:25

Ný stjórn Umf. Ármanns

Sælir félagar.

Á aðalfundi Ungmennafélagsins Ármanns var kjörin ný stjórn félagsins og hana skipa í stafrófsröð:

Elísabet Sigfúsdóttir
Karítas Heiðbrá Harðardóttir
Linda Agnarsdóttir
Linda Ösp Gunnarsdóttir
Unnar Steinn Jónsson

varamenn:

Bjarni Bjarnason
Sverrir Gíslason

26.01.2017 15:26

Aðalfundur 30. janúar n.k.

Aðalfundur Umf. Ármanns

Aðalfundur Ungmennafélagsins Ármanns verður haldinn mánudaginn 30. janúar n.k.

Fundarstaður er Icelandair Hótel Klaustri og hefst fundurinn kl. 20:00.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna og sérstaklega fólk sem áhuga hefur á að starfa í stjórn félagsins þar sem manna þarf þar allar stöður.

Kaffi og veitingar í boði

Stjórnin

Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 131810
Samtals gestir: 25634
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 18:38:11

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar