Ungmennafélagið Ármann

Verið velkomin á heimasíðuna okkar

20.11.2018 09:00

Fótboltaæfingar

Sæl öll.

Í dag hefjast fótboltaæfingar og verða þær á þriðjudögum fram að jólafríi. Okkur barst góð aðstoð úr óvæntri átt en Baldur Fannar Andrésson, ferðaþjónustubóndi að Dalshöfða, ætlar að taka að sér fótboltaþjálfun á þessum æfingum. Baldur byrjaði að æfa fótbolta 6 ára með Haukum í Hafnarfirði og æfði og spilaði stanslaust með þeim í 10 ár. Hann tók sér hlé frá fótboltanum í 4 ár og byrjaði aftur tvítugur að spila í 3. deild og spilaði þar í 6 ár. Stefnan er að einblína á að hafa fótboltaæfingarnar skemmtilegar, æfa sendingar og skot og að taka á móti boltanum og spila vel á milli. Það verða ekki þrek- eða hlaupaæfingar. Æfingarnar eru settar upp þannig að í byrjun er farið í léttar æfingar og svo verður spilað.

Enn er hægt að skrá krakkana á fótboltaæfingarnar, endilega hafið bara samband

kv, Linda Agnars

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 217
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 179825
Samtals gestir: 33466
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 20:12:53

Nafn:

Ungmennafélagið Ármann

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Um:

Ábyrgðarmaður: Linda Agnarsdóttir

Tenglar